Greiðslukjör

Rafrænir reikningar

Viðskiptavinir Endurmenntunar geta sótt reikning sinn vegna greiðslu námskeiðsgjalda í heimabanka undir Rafræn skjöl.

Skuldfært um það leyti sem námskeið hefst 

Ef greitt er með greiðslukorti við skráningu á heimasíðu Endurmenntunar er skuldfært af korti greiðanda um það leyti sem námskeið hefst og kvittun send í kjölfarið. Ef ekki er greitt með greiðslukorti er rafrænn reikningur ásamt greiðslukröfu sendur í heimabanka þátttakenda einnig um það leyti sem námskeið hefst.

Styrkir frá stéttarfélagi

Ef þátttakandi hyggst sækja um endurgreiðslu námskeiðsgjalds hjá sínu stéttarfélagi skal bent á að starfsmenntunarsjóðir taka gilda útprentun á rafrænum reikningi úr heimabanka ásamt greiðslufærslu viðkomandi reiknings.

Greiðsluskilmálar og greiðslukjör

Athugið að námskeiðsgjaldið mun innheimt að fullu ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið, en hefur ekki tilkynnt forföll með tölvupósti til Endurmenntunar á netfangið endurmenntun@hi.is að minnsta kosti 48 klukkustundum áður en námskeið hefst. Aðrir skilmálar gilda ef um erlenda kennara er að ræða þá verður afskráning að berast að minnsta kosti 28 dögum áður en námskeið hefst.

Heimilt er að senda annan þátttakanda í stað þess sem forfallast. Vinsamlegast látið okkur vita um allar breytingar með eins góðum fyrirvara og unnt er.

Ef greitt er með greiðslukorti við skráningu á heimasíðu Endurmenntunar verður skuldfært af korti greiðanda um það leyti sem námskeið hefst. Að öðrum kosti eru kröfur og rafrænir reikningar sendir í heimabanka þátttakenda.

Á ákveðnum námskeiðum getur EHÍ óskað eftir fyrirframgreiðslu námskeiðsgjalda.

Ef óskað er eftir að námskeiðsgjaldi sé skipt niður vinsamlegast hafið samband við gjaldkera í síma 525 5295 eða 525 4949.

Endurútgáfa skírteina – yfirlit yfir sótt námskeið

Ef viðskiptavinir óska eftir að fá skírteini endurútgefin eða yfirlit yfir sótt námskeið tekur Endurmenntun 3000 kr. í umsýslugjald. 

Vinsamlegast sendið beiðni í tölvupósti á netfangið endurmenntun@hi.is eða hringið í síma 525 4444. Úrvinnslan getur tekið nokkra daga.

Námsbrautir Endurmenntunar

Við upphaf náms er gefinn út reikningur fyrir heildarverði námsins. Staðfestingargjald dregst frá heildarverði og er óafturkræft.

Þeir sem ekki staðgreiða námið þurfa að semja um greiðslumáta áður en nám hefst. Hægt er að greiða með kortaláni til allt að 36 mánaða.
Vinsamlega athugið að ekki er hægt að fá námsgjald fellt niður þótt nemandi hætti námi áður en námstíma lýkur.

Eininganámskeið á grunn- og meistarastigi

Námskeiðin þarf að greiða fyrirfram eða um leið og umsókn hefur verið samþykkt af fagráði.

Hætti umsækjandi við að sækja námskeiðið eftir að umsókn hefur verið samþykkt, er innheimt 15.000 kr. umsýslugjald.

Ef umsækjandi hættir við þátttöku eftir að námskeiðið er hafið, er námskeiðsgjald innheimt að fullu.

Námskeið - afsláttarkjör (á ekki við námsbrautir og eininganámskeið)

Einstaklingar

Allir sem náð hafa 67 ár aldri sem og öryrkjar fá 10% afslátt af verði námskeiða í flokkunum Menning og Persónuleg hæfni.
Einstaklingur sem sækir fimm eða fleiri námskeið á sama misseri fær 20% afslátt.

Fyrirtæki

Fyrirtæki sem skráir fimm eða fleiri þátttakendur á námskeið fær 20% afslátt.

Almennt

Aðeins er hægt að nýta ein afsláttarkjör á hvert námskeið. 
Í einstaka tilfellum er Endurmenntun umboðsaðili fyrir námskeið og í þeim tilfellum gilda ofangreind afsláttarkjör ekki.
Endurmenntun býður reglulega önnur afsláttarkjör á sérvalin námskeið og er það auglýst á heimasíðu okkar.
Mörg stéttarfélög og fagfélög veita námskeiðsstyrki og hvetjum við fólk til að kanna það hjá sínu félagi.
Endurmenntun áskilur sér rétt til að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi eða ef aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður skapast.