Undirbúningsnám - Viðurkenndur bókari
Staðnám eða fjarnám

Verð 195.000 kr
Prenta
Kennt er á mán., mið. frá kl. 16:15 - 20:15 og lau. kl. 9:00 - 13:00.
Kennsla hefst 20. ágúst og lýkur 5. des.

Upptaka frá kynningarfundi á Þriggja þrepa leið 16. maí
Kennsluáætlun. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar.
Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni. Nánari upplýsingar um námið og kennara má finna í námsvísi.

Nám er hafið og hefst að nýju á haustmisseri 2019
Opnað verður fyrir umsóknir í október

Námið er eitt misseri og er undirbúningur fyrir próf til viðurkenningar bókara, sem haldið er af prófnefnd viðurkenndra bókara og er á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins með vísan til laga nr. 145/1994 um bókhald.
Námið er samtals 124 klst.

Markmið
Undirbúa próftaka fyrir próf til viðurkenningar bókara.
Námið er eitt misseri og byggir á gildandi prófefnislýsingu sem prófnefnd til viðurkenningar bókara stendur fyrir skv. 43. gr. reglugerðar nr. 686/2015 um próf til viðurkenningar bókara, sjá nánar á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Prófhlutar til viðurkenningar bókara eru: reikningshald, skattskil og upplýsingatækni ásamt raunhæfu verkefni úr efnisþáttum I. og II. prófhluta.

Fyrir hverja
Námið er einkum ætlað þeim sem hafa hug á að þreyta próf til viðurkenningar bókara. Krafa er gerð um reynslu í færslu bókhalds og haldóða þekkingu á Excel töflureikni. Þeir sem hafa ekki reynslu af bókhaldsstörfum en hafa hug á að þreyta próf til viðurkenningar bókara er bent á Grunnnám í bókhaldi og Grunnnám í reikningshaldi. Þeir sem sækja Grunnnám í bókhaldi og Grunnnám í reikningshaldi fá 20% afslátt af námsgjöldum í Undirbúningsnám - Viðurkenndur bókari. Taka þarf fram í umsókn á námsbrautinni Undirbúningsnám - viðurkenndur bókari að nemandi njóti afsláttarkjara þriggja þrepa leiðar til viðurkenningar bókara.

Kennslufyrirkomulag
Námið hefst með Excel undirbúningsnámskeiði 20. ágúst.
Fyrirlestrar verða teknir upp og nemendum aðgengilegir á samskiptavef námsins.

Námstækni og Excel námskeið
Nemendum er velkomið að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa Endurmenntunar. Hlutverk námsráðgjafa er að veita nemendum stuðning á meðan á námi stendur. Hjá námsráðgjafa er hægt að fá endurgjöf á vangaveltur sínar og upplýsingar um námsmöguleika. Námsval sem byggir á áhuga, réttum upplýsingum og skilningi getur margfaldað ávinning nemandans af námi sínu. Námsráðgjafi er einnig reglulega með námstækninámskeið þar sem meðal annars er rætt um tímastjórnun, skipulagningu, próftækni, prófundirbúning og stjórnun prófkvíða. Það námskeið og excel undirbúningsnámskeiðið stendur þátttakendum til boða, sér að kostnaðarlausu. Náms- og starfsráðgjafi gefur upplýsingar um tímasetningar á námskeiðum í námstækni.

Próf og prófgjald
Prófin eru á vegum prófnefndar til viðurkenningar bókara og prófgjald er greitt sérstaklega samkvæmt upplýsingum á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Prófin eru jafnframt auglýst á vef ráðuneytisins og skráning í hvern hluta fyrir sig fer jafnframt fram á vef ráðuneytisins. Framkvæmd prófanna er á ábyrgð prófnefndar til viðurkenningar bókara.

Sjúkra- og upptökupróf

Prófnefnd ákveður hvort haldið skuli sjúkra- og upptökupróf og skulu þau auglýst sérstaklega á heimasíðu ráðuneytisins.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um prófin má finna á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins - sjá hér

Aðrar upplýsingar
Prófgjald er greitt sérstaklega og auglýst af prófnefnd á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Prófnefnd ákveður hvort haldið skuli sjúkra- og upptökupróf og skulu þau auglýst sérstaklega á heimasíðu ráðuneytisins.

Frekari upplýsingar
Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri námsins, netfang: hulda@hi.is, sími: 525-4924.
Hulda er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 9:30 til 11:30.

Aðrar upplýsingar:

Þriggja þrepa leið
Sérstaklega ætluð þeim sem ekki hafa reynslu í bókhaldsstörfum og er góður undirbúningur fyrir próf til viðurkenningar bókara.

1. Grunnám í bókhaldi
2. Grunnnám í reikningshaldi
3. Undirbúningsnám til viðurkenningar bókara

Prófin sjálf eru á ábyrgð Prófnefndar viðurkenndra bókara og upplýsingar um þau er að finna á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

0