Outlook - nýttu möguleikana

Verð 12.700 kr
Prenta
Mán. 18. sept. kl. 14:00 - 16:00
Hermann Jónsson, sjálfstæður kennari og ráðgjafi og fyrrverandi fræðslustjóri Advania
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Láttu ekki Outlook stjórna þér, þú átt að stjórna Outlook. Á námskeiðinu er farið yfir hvaða hlutverki Outlook gegnir í vinnunni. Fjallað er um hugmyndafræðina um að vinna með tómt innhólf, hvernig nota má Outlook sem tímastjórnunartæki og farið yfir það hvernig pósta við eigum ekki að senda frá vinnunetfangi.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• QuickSteps
• Hvernig búa má til reglur (Rules)
• Calendar stillingar
• Tasks
• Junk Mail stillingar
• View stillingar

Ávinningur þinn:

• Það fer enginn póstur framhjá þér
• Þú tekur stjórnina af Outlook
• Skilvirkari notkun á dagatali (calendar)
• Þú getur skipulagt tíma þinn betur

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað notendum Outlook póstforritsins.

Kennsla:

Hermann Jónsson hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, m.a. sem framkvæmdarstjóri hjá tölvuskólanum Isoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania. Hermann er í dag sjálfstæður ráðgjafi og kennari.

Aðrar upplýsingar:

Þátttakendur þurfa að mæta á námskeiðið með fartölvu sem hefur Outlook forritið uppsett.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,75)

Umsagnir

Mjög áhugavert námskeið.

Fín kennsla - lifandi!

Frábært. Takk fyrir stutt hnitmiðað námskeið sem nýtist vel í vinnunni.
0