Innskattur: Uppgjör og skil virðisaukaskatts

Verð snemmskráning 24.900 kr Almennt verð 27.400 kr

Innskattur: Uppgjör og skil virðisaukaskatts

Verð snemmskráning 24.900 kr Almennt verð 27.400 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 16. janúar
Þri. 26. jan. kl. 8:30 - 12:30
Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður hjá Skattvís og aðjúnkt í skattarétti við Viðskiptafræðideild HÍ
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Allir sem selja vöru og þjónustu verða að innheimta virðisaukaskatt af andvirði hennar. Innskattur er sá virðisaukaskattur nefndur sem seljandi vöru og þjónustu verður fyrir vegna kaupa á aðföngum til starfsemi sinnar. Seljanda vöru og þjónustu ber að skila hinum innheimta virðisaukaskatti til innheimtumanns ríkissjóðs á tveggja mánaða fresti.

Við skil á virðisaukaskatti má draga þennan skatt frá útskatti af seldri vöru og þjónustu þannig að einungis mismunurinn kemur til greiðslu.
Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig innskatturinn er fundinn, hvort heimilt sé að draga allan þann innskatt sem atvinnurekandi verður fyrir frá útskatti eða einungis hluta af honum, hvort kaup á öllum aðföngum skapi innskattsrétt eða einungis kaup á sumum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Virðisaukaskatt af sölu á vöru og þjónustu.
• Útskatt og innskatt.
• Innskattshæf kaup.
• Blandaða starfsemi.
• Uppgjör og skil á virðisaukaskatti.

Ávinningur þinn:

• Dýpri þekking á virðisaukaskatti, innskatti og útskatti.
• Aukinn skilningur á blandaðri starfsemi.
• Aukin færni í uppgjöri og skilum á virðisaukaskatti.

Fyrir hverja:

Endurskoðendur, viðurkennda bókara, sjálfstætt starfandi bókhaldsfólk, fjármálastjóra, fólk sem vinnur í uppgjöri innan fyrirtækja.

Kennsla:

Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður hjá SkattVís slf.,skattaráðgjöf og fræðslu og aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ásmundur lauk embættisprófi í lögfræði árið 1981, var við framhaldsnám í lögfræði í Árósum í Danmörku1989/90 og í Lundi í Svíþjóð 1991/93, meðal annars í einstaklingsskattarétti, fyrirtækjaskattarétti og alþjóðlegum skattarétti.

Aðrar upplýsingar:

FLE einingar: 4 Skatta- og félagaréttur

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,21)

Umsagnir

Fín umfjöllun á aðalatriðum.
Vel farið yfir lög og reglur, úrskurðir vel valdir.
Mjög gott að fara yfir það sem tengist virðisaukaskatti.
0