Himnaríki og helvíti í Borgarleikhúsinu

Verð 19.300 kr
Prenta
FULLBÓKAÐ. Biðlisti í síma 525 4444.
Nýtt
Þri. 28. nóv. kl. 20:00 - 22:00: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7.
Þri. 5. des. kl. 20:00 - 22:00: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7.
Þri. 12. des. kl. 13:00 - 16:00: Borgarleikhúsið.
Mið. 10. jan. kl. 20:00: Lokaæfing í Borgarleikhúsinu og umræður.
Fyrirlesarar eru Jón Kalman Stefánsson, höfundur bókanna, Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur, Bjarni Jónsson, höfundur leikgerðarinnar og Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri sýningarinnar.
Umsjón: Hlynur Páll Pálsson, fræðslustjóri Borgarleikhússins.
Endurmenntun, Dunhaga 7 og í Borgarleikhúsinu Listabraut 3

Í samstarfi við Borgarleikhúsið

Í tengslum við uppsetningu leikhússins á Himnaríki og helvíti, í nýrri leikgerð eftir Bjarna Jónsson, mun Endurmenntun Háskóla Íslands efna til námskeiðs um verkið og uppsetninguna, í samvinnu við leikhúsið. Auk fyrirlestra munu þátttakendur eiga þess kost að fylgjast með æfingu í Borgarleikhúsinu, ásamt því að sækja lokaæfingu og ræða við leikstjóra og aðstandendur um æfingaferli, vinnuaðferðir og markmið.

Himnaríki og helvíti er leiksýning sem fjallar um glímu mannsins við öfl náttúrunnar, hið ytra sem hið innra. Sýningin byggir á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins – einu umtalaðasta stórvirki íslenskra bókmennta á síðari tímum. Leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson.

Miði á lokaæfingu er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Jón Kalman Stefánsson, höfundur bókanna, Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur, Bjarni Jónsson, höfundur leikgerðarinnar, og Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri sýningarinnar.

Dagskrá námskeiðs:

Þri. 28. nóv. kl. 20:00 - 22:00 - Kynning á þríleik Jóns Kalmans (Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins), tilurð bókanna og efni.
Umsjón: Jón Kalman Stefánsson og Ingi Björn Guðnason.

Þri. 5. des. kl. 20:00 - 22:00 - Leikritið, sviðsetningin, aðferðafræði og nálgun leikstjóra.
Umsjón: Egill Heiðar Anton Pálsson og Bjarni Jónsson.

Þri. 12. des. kl. 13:00 - 16:00 - Viðvera á æfingu á Stóra sviði Borgarleikhússins.

Mið. 10. jan. kl. 20:00 - Lokaæfing og umræður á eftir með listrænum aðstandendum sýningarinnar í Borgarleikhúsinu.

Kennsla:

Fyrirlesarar eru Jón Kalman Stefánsson, höfundur bókanna, Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur, Bjarni Jónsson, höfundur leikgerðarinnar og Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri sýningarinnar.

Umsagnir


Umsagnir ánægðra þátttakenda á fyrri leihúsnámskeiðum:

Ég var alveg heillaður af þessu skemmtilega og fræðandi fólki.

Námskeiðið uppfyllti allar væntingar, var hæfilega afslappað og mikil gleði í gangi.

Þetta námskeið var fullkomið frá A-Ö. Allir svo einlægnir, fróðir og skemmtilegir.

0