Hvað finnst mér raunverulega? Get ég sagt það og þori ég það?
Að styrkja gagnrýna hugsun með aðferðum mannkostamenntunar og líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar

Verð snemmskráning 0 kr Almennt verð 0 kr

Hvað finnst mér raunverulega? Get ég sagt það og þori ég það?
Að styrkja gagnrýna hugsun með aðferðum mannkostamenntunar og líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar

Verð snemmskráning 0 kr Almennt verð 0 kr
Prenta
FULLBÓKAÐ. Biðlisti í síma 525 4444.
Nýtt
Snemmskráning til og með 18. september
Fös. 18. kl. 16:00 - 19:00, lau. 19. kl. 10:00 - 16:00 og sun. 20. sept. kl. 10:00 - 13:00
Fagleg umsjón: Kristian Guttesen
Kennarar: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, lektor við Listaháskóla Íslands, rannsakandi í verkefninu Líkamleg gagnrýnin hugsun (www.ect.hi.is), Ingimar Ólafsson Waage, lektor við Listaháskóla Íslands, Kristian Guttesen, doktorsnemi við Háskólann í Birmingham og Jubilee rannsóknarmiðstöðina fyrir mannkosti og dygðir og Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, rannsakandi í verkefninu Líkamleg gagnrýnin hugsun (www.ect.hi.is)
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Í samstarfi við Félag heimspekikennara

Þjálfun gagnrýninnar og sjálfstæðrar hugsunar er eitt meginverkefni skóla skv. aðalnámsskrá, bæði til að þroska nemendur persónulega og til að undirbúa þá undir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Á tímum netsins, samfélagsmiðla, falsfrétta og örrar þróunar gervigreindar eru nemendur útsettir fyrir flóði upplýsinga sem kallar á að gera þá betur hæfa til að finna út hvað þeim sjálfum raunverulega finnst. Rannsóknir vitsmunafræða á samspili vitsmuna, tilfinninga og aðstæðna skapa forsendur til að þróa nýjar aðferðir þjálfunar gagnrýninnar hugsunar sem vinna gagngert með dýpri lög merkingar (“felt meaning” og mismunandi stig skynjunar (sjón, heyrn, snerting og umhverfi)) hjá nemendum sjálfum. Aðferðir eins og “Thinking at the Edge”, djúp hlustun, samkennd, ”focusing”, örfyrirbærafræði (microphenomenology), hljómun (“resonance”) og að hugsa með höndunum verða kynntar með æfingum. Með aðferðum mannkostamenntunar sem er verkleg dygðasiðfræði í skólastofunni verður enn fremur kynnt hvernig megi styðja nemendur í að hugsa sjálfir, dæma ekki of fljótt, kanna eigin forsendur hugsunar og standa með sjálfum sér og öðrum. Mannkostamenntun er reist á samtímakenningum um aristótelíska dygðasiðfræði þar sem vitsmunaleg ígrundun, geðshræringar og virkur vilji skipta höfuðmáli. Að þroska með sér dygðir og mannkosti er ævilangt verkefni en sýnt hefur verið fram á mikilvægi lista og sköpunar við að efla meðvitund um dygðir, lesti og þau innri átök sem einstaklingurinn getur átt í. Listirnar snerta mikilvæg svið í hugmyndum Aristótelesar um fullkomna dygð, einkum vegna þess tengsla listanna við geðshræringar enda eru þær nátengdar vitsmunum okkar, sjálfsvitund og tilfinningalífi. Allar þessar aðferðir miða að því að virkja í senn skapandi og gagnrýna hugsun, að hjálpa nemendum að skilja betur sjálfa sig og aðra og gera sig skiljanlega.

Dagskrá:
Föstudagur 18. sept.
16:00-16:15 Velkomin
16:15-17:15 Mannkostamenntun
17:15-17.30 Hlé
17:30-18.30 Líkamleg gagnrýnin hugsun
18:30-19:00 Umræður

Laugardagur 19. sept.
10-12.30 Líkamleg gagnrýnin hugsun
12.30-13.30 Hlé
13.30-16 Mannkostamenntun

Sunnudagur 20. sept.
10-11.15 Samvirkni mannkostamenntunar og líkamlegrar gagnrýnininnar hugsunar
11:15-11:30 Hlé
11.30-12.45 Samvirkni mannkostamenntunar og líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar
12.45-13 Samantekt

Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og/eða gistikostnaði
Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan að landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2020.

Fyrir hverja:

Framhaldsskólakennara og kennara á öðrum skólastigum, ef pláss leyfir.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 36.000 kr., sem endurspeglar ekki almennt námskeiðsverð. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að láta vita með því að hafa samband við EHÍ í síma 525 4444 eða senda tölvupóst á endurmenntun@hi.is eftir að skráning hefur verið framkvæmd og greiðsluseðill verður sendur viðkomandi.

0