Fréttayfirlit
Styrktu þig í starfi eða auðgaðu andann á nýju ári
Umsóknir í styttri námslínur eru í fullum gangi hjá Endurmenntun þessa dagana en þær eru opnar öllum þar sem engar forkröfur eru gerðar um fyrra nám.
Góð aðsókn á Eyrbyggju
Á Íslendingasagnanámskeiðinu okkar á þessu misseri verður farið yfir undur Eyrbyggja sögu. Nú þegar er fullbókað á námskeiðið á miðvikudagsmorgna, einungis nokkur sæti eru laus á þriðjudagskvöldin en á miðvikudagskvöldin eigum við enn talsvert til af sætum.
Hvernig verða námskeið til?
Á hverju misseri eru hátt í 70 námskeið á sviði menningar, persónulegrar hæfni og tungumála á dagskrá hjá Endurmenntun og það er allur gangur á því hvernig þau verða til.
Fróðleikur og skemmtun
Bæklingurinn okkar með námskeiðum á sviði menningar, persónulegrar hæfni og tungumála er kominn út. Í honum kynnum við með stolti um sextíu námskeið þar sem fróðleikur og skemmtun fléttast saman.
Vinkonur saman á námskeiðum
Fjórar vinkonur af Suðurnesjum hafa í mörg ár komið saman á Íslendingasagnanámskeiðin okkar. Þær skiptast á að keyra og hafa um margt að ræða, ekki síst áhugaverða efnisþætti af námskeiðunum, á heimleiðinni.
Erlendir sérfræðingar
Bæklingurinn um námskeið með erlendum sérfræðingum er kominn út. Smelltu og kynntu þér framboðið.