Fréttayfirlit
Styrktu þig í starfi eða auðgaðu andann á nýju ári
Umsóknir í styttri námslínur eru í fullum gangi hjá Endurmenntun þessa dagana en þær eru opnar öllum þar sem engar forkröfur eru gerðar um fyrra nám.
Endurmenntun á Háskóladeginum
Við verðum með bás á Háskóladeginum þann 4. mars næstkomandi frá klukkan 12 til 16 á neðri hæðinni á Háskólatorgi. Við hlökkum til að sjá sem flesta.
Nýr starfstengdur bæklingur
Út er kominn nýr bæklingur Fyrir starfið. Að þessu sinni inniheldur hann námskeið sem eru á dagskrá í mars, apríl og maí 2017 á sviði stjórnunar og forystu, starfstengdar hæfni, fjármála, verkfræði og tæknifræði.
Vinningshafar í áhugasviðskönnunum
Síðasta mánuðinn eða svo höfum við sent út áhugasviðskannanir til viðskiptavina. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá að heyra viðhorf á hugmyndir þátttakenda og viljum við þakka öllum þeim gáfu sér tíma til að taka þátt. Vinningshafarnir eru ...
Vinningshafi á UT-messunni
Síðastliðinn föstudag vorum við á UT-messunni ásamt Háskóla Íslands.Fjölmargir komu til okkar til að kynna sér námskeiðsframboð okkar á upplýsingatæknisviði en einnig til að taka þátt í happadrætti þar sem hægt var að vinna 100.000 kr gjafabréf frá Endurmenntun.
Heimsþekkt námskeið í núvitund
Námskeiðið Search Inside Yourself verður endurtekið hjá okkur í byrjun apríl en það fékk afar gott mat meðal þátttakenda síðastliðið vor. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Search Inside Yourself Leadership Institute (SIYLI) en Endurmenntun er eini samstarfsaðili þeirra hér á landi.