Fréttir

Ánægja með persónuverndarnámskeið

Ánægja með persónuverndarnámskeið

Í síðustu viku var námskeiðið okkar um nýju persónuverndarlöggjöfina haldið í annað sinn en fullbókað hefur verið á öll þrjú námskeiðin á misserinu. Fleiri námskeið verða auglýst fljótlega. Nokkur biðlisti hefur nú þegar myndast en hægt er að skrá sig á hann í síma 525 4444 eða með því að senda tölvupóst á endurmenntun@hi.is og gefa upp kennitölu og símanúmer. 

Kennarar námskeiðsins eru Alma Tryggvadóttir, persónuverndarfulltrúi Landsbankans og Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd. Þær hafa fengið afar góð ummæli hjá þátttakendum:

„Mikil þekking kennara á efninu og þær eru báðar sérstaklega góðar í því að koma efninu vel frá sér og gera flókið viðfangsefni aðgengilegt og skemmtilegt.“

„Skipulag, kennsla og allt til fyrirmyndar. Gögn mjög góð, greinilega mikil vinna lögð í undirbúning.“

„Frábært að tekin voru raunhæf dæmi við flest öll atriðin."

0