Fréttir

Ferðalag í kennslustofunni

Ferðalag í kennslustofunni

Hvort sem þú hyggur á ferðalög eða vilt einfaldlega fræðast um heillandi staði, er úr ýmsu velja hjá okkur í haust:

Íbúðaskipti -  meiri upplifun, minni kostnaður verður haldið 11. október n.k. Þar mun  Snæfríður Ingadóttir deila reynslu sinni af íbúðaskiptum á ferðalögum og gefur ýmis góð ráð til þeirra sem vilja nýta þessa leið til að upplifa ferðalög á nýjan og hagsýnan hátt. 

Búdapest – drottning Dónár er á dagskrá í lok október, en þar verður fjallað um sögu borgarinnar, byggingarlist og áhugaverða staði undir leiðsögn Ferenc Ussay, sem er aðalræðismaður Íslands í Búdapest. Tilvalið námskeið fyrir alla þá sem hyggja á ferðalög til Búdapest eða langar að að fræðast um borgina fyrr og nú. Vert er að geta þess að nú er beint flug til borgarinnar frá Íslandi allt árið í kring.

Pílagrímaleiðin til Santiago de Compostella er leið sem margir hafa heyrt nefnda. Á þessu námskeiði mun Jón Björnsson, höfundur bókarinnar Á Jakobsvegi, leiða þátttakendur inn í hugmyndafræðina að baki þessari fornu pílagrímaleið. Sögð verður saga heilags Jakobs, dýrlinga og helgra dóma, auk þess sem leiðarlýsing og staðhættir verða kannaðir til hlítar. Áhugavert námskeið fyrir alla þá sem fræðast vilja um þessa fornfrægu leið en það hefur verið á dagskrá hjá okkur nærri árlega frá árinu 2009.

 

0