Fréttir

Forystuhlutverk staðfest í könnun hjá Félagsvísindastofnun HÍ

Forystuhlutverk staðfest í könnun hjá Félagsvísindastofnun HÍ

Allt frá árinu 2011 höfum við, á tveggja ára fresti, kannað námskeiðssókn Íslendinga og viðhorf til Endurmenntunar í spurningarvagni hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands*. Spurt er hvort viðhorf í garð Endurmenntunar Háskóla Íslands sé jákvætt eða neikvætt og hvort viðkomandi hafi farið á námskeið á síðastliðnum 12 mánuðum og þá hjá hvaða aðila.

Mikil jákvæðni og Endurmenntun í forystu
Niðurstöðurnar í ár leiddu m.a. í ljós að 97% þeirra sem sótt höfðu námskeið hjá okkur síðastliðna 12 mánuði eru jákvæðir gagnvart Endurmenntun. Jafnframt að Endurmenntun er í fararbroddi í endur- og símenntun, þar sem rúmlega þrefalt fleiri höfðu sótt námskeið hjá okkur en hjá öðrum sambærilegum fræðsluaðilum, af þeim sem höfðu farið á námskeið á síðastliðnum 12 mánuðum.

Við erum afar stolt af þessari niðurstöðu og lítum á hana sem hvatningu og áskorun til að halda áfram á sömu braut.

 

 

* Að þessu sinni var úrtakið 4000 manns. Um var að ræða rafræna könnun og var svarhlutfallið 61%. 

0