Fréttir

Fróðleikur og skemmtun

Fróðleikur og skemmtun

Bæklingurinn okkar með námskeiðum á sviði menningar, persónulegrar hæfni og tungumála er kominn út. Í honum kynnum við með stolti um  sextíu námskeið þar sem fróðleikur og skemmtun fléttast saman. Má þar nefna námskeið um golf, heimili og hönnun, ættfræðigrúsk, tónlist, leiklist, bókmenntir og tungumál. Einnig eru fjölbreytt námskeið fyrir skúffuskáld – um skáldleg skrif, smásagnaritun, glæpasögur og ferlið frá neista í nýja bók.

Í honum má jafnframt lesa viðtal við fjórar vinkonur af Suðurnesjum sem hafa sótt  Íslendingasagnanámskeiðið okkar í fjölda ára sem og umfjöllun um hvernig námskeið verða til. 

Rafræn útgáfa

Þeir sem hafa sótt námskeið í þessum flokkum undanfarin misseri fá bæklinginn sendan heim. Aðrir geta skoðað hann með því að smella hér eða sent okkur línu á netfangið endurmenntun@hi.is eða hringt í síma 525 4444 og við sendum hann heim. 

Smella á námskeiðsheiti

Athugið að þegar hann er skoðaður rafrænt er hægt að smella á námskeiðsheiti og þá lendir þú inn á viðkomandi námskeiði á vefsíðunni okkar.

0