Bæklingurinn okkar með námskeiðum á sviði menningar, persónulegrar hæfni og tungumála er kominn út. Í honum kynnum við með stolti rúmlega sextíu námskeið þar sem fróðleikur og skemmtun fléttast saman.
Óvenju alþjóðlegur blær er yfir mörgum kvöldnámskeiðum í þetta sinn; Úganda, Enska landsbyggðin, Tenerife, Rússland, París, Mið-Austurlönd, elsti vegur Rómverja að ógleymdri Færeyingasögu. Ritunar- og tungumálanámskeið eru á sínum stað auk námskeiða sem bæta andlega og líkamlega líðan og stuðla að auknu jafnvægi.
Rafræn útgáfa
Þeir sem hafa sótt námskeið í þessum flokkum undanfarin misseri fá bæklinginn sendan heim. Aðrir geta skoðað hann með því að smella hér eða sent okkur línu á netfangið endurmenntun@hi.is eða hringt í síma 525 4444 og við sendum hann heim.
Smella á námskeiðsheiti
Athugið að þegar hann er skoðaður rafrænt er hægt að smella á námskeiðsheiti og þá lendir þú inn á viðkomandi námskeiði á vefsíðunni okkar.