Námskeiðið Himnaríki og helvíti sem er haldið í samstarfi við Borgarleikhúsið og hefst í næstu viku hefur aldeilis slegið í gegn. Fullbókað er á námskeiðið og mun 90 manna hópur hlýða á fyrirlestrana og fara saman á lokaæfinguna.
Frá árinu 2010 höfum við haldið námskeið í samstarfi við Borgarleikhúsið en aldrei hefur þátttakan verið jafngóð og nú. Vinsælustu námskeiðin hingað til sóttu um 60 manns en það voru námskeið tengd uppsetningu á Njálu, Sölku Völku og verkum Shakespeare.
Eftir áramót verðum við svo með námskeið í tengslum við sýninguna Rocky Horror og stefnir í góða þátttöku.