Fréttir

Fullbókað á námskeið um nýju persónuverndarlöggjöfina

Fullbókað á námskeið um nýju persónuverndarlöggjöfina

Námskeiðið okkar um nýju persónuverndarlöggjöfina hefur slegið nýtt aðsóknarmet, en nú þegar er fullbókað á fyrstu þrjú námskeiðin sem eru á dagskrá haustmisseris. Samfélagið virðist hafa mikla þörf fyrir þekkingu á þeim kröfum sem löggjöfin setur og vilja flestir vera vel undirbúnir þegar hún tekur gildi í maí 2018. Við stefnum að því að fjölga námskeiðum og er unnið að því að setja upp fleiri.

Kennarar námskeiðsins eru Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti hjá Landsbankanum og Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd.

0