Fréttir

Góð aðsókn á Eyrbyggju

Góð aðsókn á Eyrbyggju

Á Íslendingasagnanámskeiðinu okkar á þessu misseri verður farið yfir undur Eyrbyggja sögu. Nú þegar er fullbókað á námskeiðið á miðvikudagsmorgna, einungis nokkur sæti eru laus á þriðjudagskvöldin en á miðvikudagskvöldin eigum við enn talsvert til af sætum. Kennari er líkt og á vormisseri Torfi Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ og aðstoðarkennari er Þórdís Edda Jóhannesdóttir. Gestakennari er Ármann Jakobsson en hann mun heimsækja hópinn einn tíma í október.

Námskeiðin hefjast í lok september en snemmskráningarfresturinn rennur út um helgina. Lesa má um námskeiðin hér.

0