Fréttir

Gréta datt í jólalukkupottinn

Gréta datt í jólalukkupottinn

Við vorum með jólaleik á Facebook síðunni okkar. Þar gat fólk sagt okkur hvert af námskeiðum okkar á komandi vormisseri heilli það mest. Einn heppinn þátttakandi gat unnið gjafabréf að upphæð 30.000 krónur. 

Það var Gréta Steingrímsdóttir sem datt í jólalukkupottinn og kom hún til okkar í dag kampakát að sækja gjafabréfið. Gréta sagðist vera byrjuð að skoða framboðið á næsta misseri en væri ekki búin að ákveða hvaða námskeið yrði fyrir valinu.

Við óskum Grétu til hamingju og þökkum jafnframt öllum fyrir þátttökuna en það var mjög áhugavert að sjá hvaða námskeið fólk nefndi og greinilegt að sum eru vinsælli en önnur.

0