Ert þú að leita að jólagjöf handa mömmu og pabba, afa og ömmu eða einhverjum öðrum sem þér þykir vænt um? Gjafabréf Endurmenntunar er tilvalin gjöf fyrir fróðleiksfúsa einstaklinga. Hátt í 200 námskeið eru í boði hjá okkur á hverju misseri þar sem má m.a. fræðast um framandi staði, læra ný tungumál, kafa ofan í spennandi ný verk á fjölum leikhúsanna eða æfa skapandi skrif. Framboðið er ótrúlega fjölbreytt og allir ættu að geta fundið námskeið við sitt hæfi.
Gjafabréfin koma í fallegum umbúðum og gefandinn getur valið að merkja gjafabréfið tilteknu námskeiði eða gefa ákveðna upphæð sem gengur upp í námskeið að eigin vali. Þau hafa ótakmarkaðan gildistíma.
Dæmi um spennandi námskeið á næsta vormisseri:
Að rita ævisögur og endurminningar
Rocky Horror í Borgarleikhúsinu
Enska landsbyggðin - falinn fjársjóður
Milli steins og sleggju: Baráttan um Mið-Austurlönd
Skemmtileg skrif - námskeið fyrir ungt fólk
og svo má finna fjölda tungumálanámskeiða.
Gjafabréfið má kaupa með því að senda póst á endurmenntun@hi.is eða hringja í síma 525 4444.