Fréttir

Konur að tjaldabaki

Konur að tjaldabaki

Hlutdeild áhrifamikilla kvenna í sögunni verða gerð góð skil á tveimur ólíkum námskeiðum sem eru framundan hjá okkur. 

Á námskeiðinu Konur, kynferði og kynímyndir klassísku Hollywood sem hefst 31. okt. verður lögð áhersla á hlut kvenna í bandarískri kvikmyndagerð á gullaldarskeiði Hollywood á fjórða áratugnum. Skoðuð verður staða þeirra sem kyntákna þess tíma, en einnig mótstöðuafl þeirra, réttindabarátta og leiðir til listræns frama.

Enn lengra aftur í tímann verður farið á námskeiðinu Helstu fraukur Rómaveldis, sem haldið verður í nóvember, en þar mun Illugi Jökulsson rithöfundur kynna Rómaveldi frá nokkuð öðru sjónarhorni en við höfum átt að venjast. Þar kynnast þátttakendur ógleymanlegum konum – einnig þeim sem úr alþýðustétt brutust til áhrifa.

0