Fréttir

Samstarf við lyfjafræðinga og ljósmæður

Samstarf við lyfjafræðinga og ljósmæður

Í síðustu viku skrifuðum við undir samstarfssamning við Lyfjafræðingafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands. Samningarnir fela í sér að félögin og Endurmenntun skipuleggja í sameiningu námskeið sem falla að þörfum félagsmanna. 

Fræðslukönnun verður gerð fljótlega meðal félagsmanna þar sem hugur þeirra til mismunandi námskeiða og fyrirkomulags verður kannaður. Út frá þeim niðurstöðum verður tekin ákvörðun um framboð námskeiða. 

Það er von samstarfsaðila að samningar þessir nýtist lyfjafræðingum og ljósmæðrum vel og komi til móts við þarfir þeirra varðandi símenntun.

Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands  og Áslaug Valsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands skrifuðu undir samningana fyrir hönd sinna félaga en Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri fyrir hönd Endurmenntunar. 

       

0