Fréttir

Stjórnun og stefna í stafrænum heimi

Stjórnun og stefna í stafrænum heimi

Jim Hamill, framkvæmdastjóri Hamill Associates Ltd/Future Digital Leaders verður með tveggja daga námskeið, Leading Digital - Strategy and Management in an Era of Digital Disruption, hjá okkur í nóvember. Hann mun þar leiða þátttakendur í gegnum sex skref þess að aðlaga starfsemi fyrirtækja og stofnana að stafrænni þróun. Á námskeiðinu læra þátttakendur aðferðir við að þróa, innleiða og stýra árangursríkri, stafrænni stefnu fyrir sína skipulagsheild og snúa hinni stafrænu þróun sér í vil.

Stafrænni þróun fleygir fram með meiri hraða en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma eru ákveðin teikn á lofti um að bilið sé sífellt að breikka á milli þeirra fyrirtækja og stofnana sem nýta stafræna þróun til þess að umbreyta starfsháttum sínum og þeirra sem sitja eftir á byrjunarreit.

Spár benda til þess að ný stafræn tækni leysi þjónustu margra fyrirtækja og stofnana af hólmi á næstu fimm árum. Á sama tíma eru aðrar skipulagsheildir á barmi þess að verða „stafrænar risaeðlur“ þar sem þær eru ófærar um aðlögun að hinni hröðu stafrænu þróun – aðlögun sem þó er ein stærsta áskorun þeirra í dag. Þörf er á stjórnendum sem skilja og þekkja nauðsyn þess að aðlaga starfsemina að tæknilegum nýjungum og framförum til þess að missa ekki af lestinni.

Nánari upplýsingar og skráning.

0