Fréttir

Viðbrögð Endurmenntunar Háskóla Íslands við takmörkunum á samkomum

Viðbrögð Endurmenntunar Háskóla Íslands við takmörkunum á samkomum

Í ljósi nýrra takmarkana á samkomum fólks sem gilda til 13. ágúst hefur 2M reglan aftur tekið gildi og samkomur mega ekki vera stærri en 100 manns.

Endurmenntun Háskóla Íslands fylgir þessum reglum í hvívetna og mun tryggja að aldrei verði fleiri en 100 einstaklingar í sama rými innan stofnunarinnar. Lögð er áhersla á að allir fylgi 2M reglunni en í þeim tilfellum þar sem ekki er mögulegt að tryggja 2M vegna kennsluhátta verður gert ráð fyrir grímunotkun nemenda og kennara, samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættis. Í þeim tilvikum verða nemendur upplýstir um gildandi reglur áður en kennsla hefst.

Óljóst er hvaða takmarkanir gilda á næstu vikum og mánuðum en verið er að skoða fyrirkomulag kennslu námsbrauta og námskeiða sem hefjast í haust þannig að sóttvarnarreglum sé fylgt og að dagskrá raskist sem minnst. Stefnt er að því að færa sem flest styttri námskeið í fjarkennslu.

Hjá Endurmenntun er lögð áhersla á almennt hreinlæti og að þvo hendur reglulega með sápu og vatni. Handsprittbrúsum hefur verið komið fyrir víða í húsakynnum EHÍ og eru allir hvattir til að nýta sér þá.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag kennslu á komandi haustmisseri verða sendar út á næstunni, en fylgst er náið með fyrirmælum yfirvalda og áhrifum þeirra.

0