Fréttir

Viðtal við Diana Buttu

Viðtal við Diana Buttu

Í síðasta tölublaði MAN tímaritsins, sem kom út í byrjun mánaðarins, var viðtal við Diana Buttu sérfræðing í samningatækni sem hefur kennt hjá okkur nær árlega frá árinu 2012.

Námskeið Buttu hafa ávallt verið afar vinsæl. Undanfarin ár hafa þau verið fullbókuð og færri komist að en vildu.

Næstu námskeið verða haldin í byrjun febrúar á næsta ári en snemmskráning er til 10. janúar.

0