Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Mat á fyrra námi

Umsækjendur um nám hjá ENDURMENNTUN HÍ (EHÍ) geta sótt um mat á fyrra námi, en það er ekki framkvæmt fyrr en formleg umsókn um nám hefur verið samþykkt. Hægt er að óska eftir lauslegu mati en það er þó ekki bindandi. Umsókn um mat skal senda til verkefnastjóra viðkomandi námsbrautar.

Gögn sem þurfa að fylgja með umsókn

  • Útfyllt umsóknareyðublað.
  • Staðfest afrit af einkunnum frá viðkomandi háskóla.
  • Námskeiðslýsingar frá viðkomandi háskóla frá því ári sem námskeiðin voru tekin.

Reglur um mat á fyrra námi

  • EHÍ getur heimilað að nám við aðrar háskóladeildir eða aðra háskóla verði metið sem hluti af námi EHÍ.
  • Námi eða námskeiðum sem var lokið fyrir 10 árum síðan eða meira, þegar umsókn er send inn, fást ekki metin.
  • Lágmarkseinkunn við mat á námi er 6,0 og lágmarksfjöldi ECTS eininga við mat eru 6 ECTS einingar.
  • Nám eða námskeið sem sótt er um að verði metið þarf að vera að fullu sambærilegt því námi sem viðkomandi hyggst leggja stund á hjá EHÍ og á sama skólastigi.
  • Til þess að umsókn um mat á fyrra námi verði tekin til skoðunar þarf umsækjandi að skila inn rafrænni umsókn til verkefnastjóra námsins. Í umsókninni þarf að koma fram hvaða námskeið umsækjandi sækir um að fá metið og hvaða námskeið umsækjandi hefur lokið og telur sambærilegt. Rafrænt umsóknareyðublað hér að neðan.
  • Verkefnastjóri viðkomandi námsbrautar upplýsir umsækjanda um niðurstöður þegar þær liggja fyrir og eru þær niðurstöður endanlegar af hálfu EHÍ.

Mat á fyrra námi getur tekið allt að tvær vikur og því eru umsækjendur hvattir til að skila inn gögnum sem fyrst.

Umsóknareyðublað - Mat á fyrra námi