Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Leiðsögunám

- áfangastaðurinn Ísland
Umsóknarfrestur til og með 20. ágúst 2021 Verð 740.000 kr.

Námið spannar tvö misseri, hefst 7. sept. 2021 og lýkur með útskrift í júní 2022.

186 klst.

Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.

Námsbraut

Megináhersla er lögð á hagnýta þekkingu á sviði leiðsagnar með ferðamenn.

Markmið

Námið miðar að því að nemendur:
• Geri sér grein fyrir eðli og starfsemi ferðaþjónustu á Íslandi, ólíkum hópum og væntingum ferðamanna, ímynd lands og þjóðar ásamt þýðingu atvinnugreinarinnar fyrir þjóðarbúið.
• Kunni skil á hlutverki og ábyrgð leiðsögumanns og þjálfist í hópstjórn og samskiptum við ferðamenn og aðila í ferðaþjónustu.
• Hafi haldgóða þekkingu á helstu þáttum náttúrufars Íslands og geti miðlað þeirri þekkingu til ferðamanna.
• Þekki sögu og menningu Íslands ásamt þróun íslensks samfélags og geti miðlað helstu þáttum til ferðamanna.
• Geti miðlað fróðleik á völdu tungumáli og hafi sérhæfðan orðaforða sem tengist sögu, menningu og náttúru Íslands.

Kennslufyrirkomulag

Námið skiptist í tvö misseri.
Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en sú næsta hefst.
Kennt er alla jafna á þri. og fim. kl. 17:00 - 19:55

Námsmat

Námið byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum.

Fjarnám

Námið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.

Fagráð

Jóhanna Rútsdóttir, námstjóri EHÍ
Guðmundur Björnsson, kennslustjóri námsins
Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri námsins
Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor við Hugvísindasvið HÍ
Rannveig Ólafsdóttir, professor í ferðamálafræði við HÍ

Fyrir hverja

Námið hentar þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi með erlenda ferðamenn.

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um námið og kennara má finna í kennsluskrá (PDF).

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Leiðsögunám

Verð
740000

<span class="fm-plan">Megin&aacute;hersla er l&ouml;g&eth; &aacute; hagn&yacute;ta &thorn;ekkingu &aacute; svi&eth;i lei&eth;sagnar me&eth; fer&eth;amenn.</span>