Sálgæsla

- diplómanám á meistarastigi
Verð 645.000 kr.

Fullbókað

Námið er tvö misseri og hefst 13. sept. 2021 og því lýkur með útskrift í júní 2022.

160 klst.

Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson og sr. Vigfús Bjarni Albertsson, með aðkomu annarra kennara og gestafyrirlesara.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Vegna mikils áhuga á náminu og fjölda umsókna sem þegar hafa borist getum við ekki tekið við fleiri umsóknum fyrir haustmisseri 2021. Við bendum áhugasömum á að skrá sig á póstlista og vera með þeim fyrstu til að fá tilkynningu um að opið sé fyrir umsóknir í námið fyrir haustmisseri 2022. Skráning á póstlista.

Í samstarfi við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Diplómanám í sálgæslu - vinna með einstaklingum, fjölskyldum og hópum. Námið samsvarar 40 ECTS einingum.

Markmið

Að veita nemendum innsýn í grunnatriði sálgæslu með einstaklingum, fjölskyldum og hópum. Námið byggir á að greina og vinna með trúar- og tilvistar þarfir, upplifanir og úrvinnslu reynslu.

Kennslufyrirkomulag

Námið skiptist í fjögur 10 ECTS eininga námskeið sem er hvert kennt í tveimur fjögurra daga lotum frá kl. 9:00-14:00:
Viðfang sálgæslu (13.-16. sept. og 27.- 30. sept.)
Að veita og þiggja sálgæslu (1.-4. nóv. og 15.-18. nóv.)
Áfallavinna og eftirfylgd (24.-27. jan. og 7.-10. feb.)
Persónumörk, heilbrigði og viðhald (7.-10. mars og 21.-24 mars)

Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um ófyrirsjáanlegar breytingar.

Námsmat

Krafist er 80% viðveru í hverja lotu, efnislegrar þekkingar á námsefninu, þátttöku í umræðutímum og í æfingum. Nemendur þurfa að skila verkefnum og standast próf.

Fyrir hverja

Þá sem lokið hafa þriggja ára grunnmenntun á háskólastigi, til dæmis á sviðum kirkjustarfs, heilsugæslu, kennslu, stjórnunar, félagsþjónustu og löggæslu.

Námið má fá metið til eininga á meistarastigi sem hluti af námi til MA-prófs við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ, hjá þeim sem uppfylla skilyrði deildar.

Umsókn

Með umsókn þarf að fylgja:
• Prófskírteini frá háskóla
• Greinargerð þar sem umsækjandi tilgreinir ástæður fyrir námsvali, hámark ½ blaðsíða.
• Ferilskrá (CV) er inniheldur náms- og starfsferil sem og aðrar upplýsingar sem stutt geta umsóknina.

Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag, meðal annars með kortaláni til allt að 36 mánaða.

Allar nánari upplýsingar varðandi greiðslufyrirkomulag gefur Helga S. Ormsdóttir gjaldkeri í síma 525-5295 eða á netfangið: helgaso@hi.is

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um námið má finna í kennsluskrá (PDF)

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sálgæsla

Verð
645000

<span style="font-size: 12px;" >Dipl&oacute;man&aacute;m &iacute; s&aacute;lg&aelig;slu - vinna me&eth; einstaklingum, fj&ouml;lskyldum og h&oacute;pum. N&aacute;mi&eth; samsvarar 40 ECTS einingum.</span><span style="font-size: 12px;font-weight: bold;" ><br/></span>