Sérnám í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna

Verð og nánari upplýsingar um námið er væntanlegt og þá verður hægt að sækja um.

Umsóknarfrestur til og með 20. ágúst 2021

Námið hefst á haustmisseri 2021.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð

Námið miðar að því að nemendur fái fræðilega yfirsýn yfir grunnatriði kenninga um hugræna atferlismeðferð, líkön, hugtakanotkun og aðferðir. Öðlist skilning á tengslum kenninga og meðferðar, þ.e. sambandinu milli kenninga um hugræna atferlissálfræði og hugrænnar atferlismeðferðar. Þetta á við um mismunandi hópa skjólstæðinga og vandamál og tengist rannsóknum á meðferð og árangri. Nemendur dýpka þekkingu sína og færni með því að fá víðtæka fræðslu og handleiðslu á flestum þeim sviðum sem rannsóknir hafa sýnt að hugræn atferlismeðferð kemur að góðum notum.

Á fyrsta árinu er miðað að því að kenna góðan grunn í hugrænni atferlismeðferð og tekið er mið af algengustu geðröskunum s.s. þunglyndi og kvíða. Á seinna árinu er námið sérhæfðara og farið í fleiri raskanir. Handleiðsla er veitt af sálfræðingum sem hafa fengið sérstaka þjálfun í hugrænni atferlismeðferð og/eða lokið HAM-handleiðslunámi. Handleiðslan dreifist yfir námstímann.

Kennslufyrirkomulag
Kennt er í tveggja daga námslotum (föstudaga og laugardaga kl. 9:00-16.00, u.þ.b. einu sinni í mánuði). Námið samsvarar 64 ECTS einingum.

Fyrir hverja
Sálfræðinga og geðlækna.

Kennsla
Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.

Verkefnastjóri námsins er Elva Björg Arnarsdóttir, sími: 525-5293 og tölvupóstur: elvabjorg@hi.is.
Elva er með viðtalstíma þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10:30 til 11:30.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sérnám í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna

Verð
0

<span class="fm-plan"><a target=&quot;_blank&quot; target="_blank" href="https://mailchi.mp/619abfd66526/namsbrautir">Skr&aacute;&eth;u &thorn;ig &aacute; p&oacute;stlista til a&eth; f&aacute; tilkynningu &thorn;egar opnar fyrir ums&oacute;knir.</a></span>