Jákvæð sálfræði

- diplómanám á meistarastigi
Verð 1.090.000 kr.

Fullbókað

Námið er tvö misseri sem hefst með kynningardegi mánudaginn 6. september 2021 frá kl. 9:00 - 16:00 og lýkur með útskrift í júní 2022.

217 klst.

Kennarar eru bæði innlendir og erlendir sérfræðingar og háskólakennarar á fræðasviðinu.

Dunhaga 7.

Námsbraut

Vegna mikils áhuga á náminu og fjölda umsókna sem þegar hafa borist getum við ekki tekið við fleiri umsóknum fyrir haustmisseri 2021. Við bendum áhugasömum á að skrá sig á póstlista og vera með þeim fyrstu til að fá tilkynningu um að opið sé fyrir umsóknir í námið fyrir haustmisseri 2022. Skráning á póstlista.

Námið er haldið í samstarfi við Well-being Institute við Cambridge háskóla og MAPP í Danmörku.

Nám í jákvæðri sálfræði er eins árs nám á meistarastigi. Námið samsvarar 60 ECTS einingum.

Hvað er jákvæð sálfræði?
Jákvæð sálfræði (positive psychology) er vísindaleg nálgun sem hefur það markmið að efla rannsóknir á jákvæðum hliðum mannsins eins og styrkleikum, vellíðan og hamingju og finna leiðir til að efla líðan enn frekar. Þessi nálgun notar sálfræðilegar kenningar, rannsóknir og meðferðatækni til að öðlast skilning á jákvæðum þáttum mannlegrar hegðunar og bæta líðan.

Markmið

Að kynna hugmyndafræði og nálgun jákvæðrar sálfræði þannig að nemendur geti nýtt sér hana bæði í einkalífi og starfi. Verkefni verða byggð upp þannig að hver og einn geti nýtt eigin reynslu og umhverfi og þannig aðlagað þau að sínum aðstæðum.

Kennslufyrirkomulag

Námið samanstendur af sex fimm daga lotum, frá mánudegi til föstudags með viðveru frá kl. 9:00 – 16:00. Fyrsta kennslulota er 13. - 17. sept. Síðasta kennslulota í náminu er frá 14. - 18. mars 2022.
Í maí mánuði 2022 er haldið málþing og náminu lýkur síðan með formlegri útskrift í júní 2022.

• 6. sept. - kynningardagur
• 13.-17. september 2021
• 11.-15. október 2021
• 15.-19. nóvember 2021
• 17.-21. janúar 2022
• 21.-25. febrúar 2022
• 14.-18. mars 2022
• 6. maí 2022 - málþing
Birt með fyrirvara um breytingar

Námsmat

Verkefni í náminu byggja á einstaklings- og hópvinnu. Nemendur eru hvattir til að vinna hagnýt verkefni, til dæmis skrifa greinar, þróa námsefni, námskeið, undirbúa fyrirlestra fyrir faghópa eða vinna að stefnu, aðgerðaráætlun eða þróa önnur inngrip sem geta nýst þeim í lífi og starfi. Unnið er að verkefnum á milli námslota.

Fjarnám

Einstaka völdum kennslulotum verður hægt að fylgjast með í rauntíma í gegnum fjarfundarkerfið Zoom. Ítarlegar upplýsingar um staðlotur verða kynntar um það leyti sem námið hefst.

Fagráð

Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur, sviðstjóri hjá Embætti landlæknis, forseti evrópusamtaka um jákvæða sálfræði og kennslustjóri náms í Jákvæðri sálfræði
Dr. Ingibjörg V. Kaldalóns, lektor Menntavísindasviðs HÍ.
Edda Björk Þórðardóttir, nýdoktor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ.
Benedikt Jóhannsson, sérfæðingur í klínískri sálfræði.
Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun HÍ.

Fyrir hverja

Námið er ætlað einstaklingum sem lokið hafa þriggja ára grunnmenntun á háskólastigi eða sambærilegri menntun.
Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á jákvæðri sálfræði og faglegri nálgun á því að vinna með styrkleika bæði fyrir eigin persónulegan þroska sem og annarra. Námið getur því nýst fagfólki sem starfar við eða hefur áhuga á að efla sig á sviði stjórnunar, kennslu, náms- og starfsráðgjafar, sálfræðiþjónustu, lýðheilsu sem og við aðra heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Umsókn

Umsóknir eru metnar af fagráði og með umsókninni þarf að fylgja:
- Prófskírteini frá háskóla með námsferilsyfirliti.
- Ferilskrá (CV) er inniheldur náms- og starfsferil sem og aðrar upplýsingar sem stutt geta umsóknina.
- Greinagerð þar sem umsækjandi tilgreinir ástæður fyrir námsvali og væntingar til námsins. Hámark greinargerðar er 1 – 1 ½ bls.

Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag, meðal annars með kortaláni til allt að 36 mánaða.

Allar nánari upplýsingar varðandi greiðslufyrirkomulag gefur Helga S. Ormsdóttir gjaldkeri í síma 525-5295 eða á netfangið: helgaso@hi.is

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um námið má finna í kennsluskrá (PDF).

Lánshæft

Námsbrautin er lánshæf hjá Menntasjóði námsmanna

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Jákvæð sálfræði

Verð
1090000

<span class="fm-plan">N&aacute;m &iacute; j&aacute;kv&aelig;&eth;ri s&aacute;lfr&aelig;&eth;i er eins &aacute;rs n&aacute;m &aacute; meistarastigi. N&aacute;mi&eth; samsvarar 60 ECTS einingum.</span>