Hjá Endurmenntun starfar náms- og starfsráðgjafi sem veitir ráðgjöf vegna námsvals og aðstoðar nemendur með sértæka námserfiðleika. Námsráðgjafi er einnig með námstækninámskeið í upphafi náms þar sem meðal annars er rætt um tímastjórnun, skipulagningu, próftækni, prófundirbúning og stjórnun prófkvíða.
Hjá náms- og starfsráðgjafa er hægt að fá endurgjöf á vangaveltur sínar og frekari upplýsingar um námsmöguleika, forkröfur, uppbyggingu náms, væntanlegan afrakstur þess o.fl. Vel ígrundað námsval sem byggir á áhuga, réttum upplýsingum og skilningi getur margfaldað ávinning námsmannsins af námi sínu.
Hlutverk náms- og starfsráðgjafans er jafnframt að veita nemendum og námshópum leiðsögn og ráðgjöf varðandi bætt vinnubrögð í námi og fleira er lýtur að námstækni, tímastjórnun, um samskipti og skipulagningu í hópastarfi og stjórnun prófkvíða.
Þjónusta námsráðgjafa
- Ráðgjöf vegna námsvals
- Námstækninámskeið
- Fyrirlestur um próftækni, prófundirbúning og stjórnun prófkvíða
- Aðstoð við nemendur með sértæka námserfiðleika
- Ráðgjöf um tímastjórnun og skipulagningu
- Áhugasviðsgreining
Skrifstofa og viðtalstímar
Náms- og starfsráðgjafi Endurmenntunar, Elín Júlíana Sveinsdóttir er með opinn viðtalstíma á mánudögum frá kl. 13 til 15 og á fimmtudögum frá kl. 10 til 12. Einnig er hægt að bóka viðtalstíma hjá henni í síma 525 4444 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið namsradgjof@endurmenntun.is
Námskeið í námstækni
Náms- og starfsráðgjafi býður nemendum sem eru að hefja nám samhliða starfi hjá Endurmenntun HÍ á námskeið í námstækni þeim að kostnaðarlausu. Hentar þeim sem ekki hafa sótt sambærileg námskeið áður. (Ath. þetta er óskylt námskeiðinu Akademísk vinnubrögð).
Áhersla er lögð á bættar námsvenjur og aukið skipulag í námi. Til umfjöllunar eru þættir eins og tímastjórnun, áætlanagerð, hópverkefnavinna, skipulag, markmiðasetning í námi og framkvæmd markmiða. Ýmsar aðferðir við glósugerð eru kynntar, þ.m.t. Mind Mapping (hugarkortagerð) og glósur í Power Point skjöl. Farið er í lestrar- og minnistækniaðferðir, hvernig próflestur og prófundirbúningur verður best skipulagður og rætt um prófkvíða. Fjallað er um nám á fullorðinsárum í tengslum við sjálfsmynd auk þess sem komið er inn á þætti eins og námsaðstæður (fjölskylda - starf - nám), líðan í námi o.fl.
Skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar og í síma 525 4444.
Ertu að hugsa um að fara í nám - hlustaðu þá
Kristín Birna Jónasdóttir fyrrum náms- og starfsráðgjafi Endurmenntunar tók viðtal við Birnu Ragnarsdóttur um nám á fullorðinsárum. Við hvetjum alla sem eru að hugsa um að taka skrefið og fara í nám að hlusta á viðtalið.
Viðtalinu var útvarpað á Rás 1 og má hlusta á það með því að smella hér
