Leiðsögunám á háskólastigi - staðnám eða fjarnám

Verð 690.000 kr

Leiðsögunám á háskólastigi - staðnám eða fjarnám

Verð 690.000 kr
Prenta
Námið spannar tvö misseri og verður næst kennt á haustmisseri 2021.
Kennsla fer að jafnaði fram tvisvar í viku á þri. og fim. kl. 17:00 - 19:55. Þar fyrir utan fer fram talþjálfun í smærri hópum sem hittast reglulega á hverju misseri.
Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni. Nánari upplýsingar um námið og kennara má finna í kennsluskrá (PDF).

Tölvupóstur verður sendur sem staðfesting á móttöku umsóknar. Vinsamlegast hafðu samband við ENDURMENNTUN, ef þér berst engin staðfesting, í síma 525 4444 eða sendu tölvupóst á endurmenntun@hi.is

Opið er fyrir umsóknir í námið í gegnum stök námskeið sem til heyra námsbrautinni. Næsta námskeið verður auglýst hér síðar.

Leiðsögunám á háskólastigi er tveggja missera námsbraut fyrir þá sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Námið býðst hvort sem er í staðnámi eða fjarnámi. Umsækjandi þreytir munnlegt inntökupróf í einu erlendu tungumáli. Inntökupróf kostar 10.000 kr. óháð því hvort umsækjandi fær staðið/ekki staðið. Kostnaður er innheimtur eftir að inntökupróf hefur verið þreytt. Tímasetning send umsækjanda þegar hún liggur fyrir.

Námið er 60 ECTS einga nám á grunnstigi háskóla og má fá metið að hluta eða öllu leyti inn í 180e BA/BS nám við Mála- og menningardeild HÍ og í ferðamálafræði. Fer það eftir tilhögun þess náms sem nemandi tekur við Háskóla Íslands hverju sinni og fyrirvara um að nemandi uppfylli inntökuskilyrði Háskóla Íslands.

Megináhersla er lögð á hagnýta þekkingu á sviði leiðsagnar með ferðamenn. Kennd er að jafnaði ein námsgrein í senn sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en sú næsta hefst.

Námið miðar að því að nemendur:
• Geri sér grein fyrir eðli og starfsemi ferðaþjónustu á Íslandi, ólíkum hópum og væntingum ferðamanna, ímynd lands og þjóðar ásamt þýðingu atvinnugreinarinnar fyrir þjóðarbúið.
• Kunni skil á hlutverki og ábyrgð leiðsögumanns og þjálfist í hópstjórn og samskiptum við ferðamenn og aðila í ferðaþjónustu.
• Hafi haldgóða þekkingu á helstu þáttum náttúrufars Íslands og geti miðlað þeirri þekkingu til ferðamanna.
• Þekki sögu og menningu Íslands ásamt þróun íslensks samfélags og geti miðlað helstu þáttum til ferðamanna.
• Þjálfist í skipulagðri miðlun fróðleiks við hæfi á völdu tungumáli og öðlist um leið aukinn sérhæfðan orðaforða sem tengist sögu, menningu og náttúru Íslands.

Í lok náms fá þeir nemendur sem lokið hafa öllum námskeiðum skírteini sem vottar þátttöku og frammistöðu í náminu. Leiðsögupróf frá Endurmenntun Háskóla Íslands veitir rétt á fagfélagsaðild í
Leiðsögn - Félagi leiðsögumanna.

Hægt er að sækja stök námskeið sem tilheyra Leiðsögunáminu og gilda sömu inntökuskilyrði í stök námskeið, stúdentspróf eða sambærileg menntun. Umsækjandi sem hefur í hyggju að útskrifast sem leiðsögumaður þarf jafnframt að standast inntökupróf í einu erlendu tungumáli, sem kostar 10.000 kr. hvort sem umsækjandi fær staðið eða fallið.

Myndir af leiðsögunemum við hin ýmsu tækifæri undanfarin ár:
Leiðsögunemarnir okkar

Umsókn
Gott að láta vandaða ferilskrá fylgja með umsókn.

Frekari upplýsingar
Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri námsins, netfang: hulda@hi.is, sími: 525-4924.
Hulda er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 9:30 til 11:30.

Styrkir
Mörg stéttarfélög veita styrki til náms fyrir félagsmenn. Atvinnuleitendur geta einnig átt rétt á styrk frá Vinnumálastofnun.
Kannaðu málið HÉR.

Umsagnir

"Eftir útskrift úr leiðsögunámi frá EHÍ ákvað ég að hella mér út í að leiðsegja í fullu starfi. Bæði hef ég keyrt sjálfur í styttri og lengri túrum og setið með bílstjóra. Námið hefur nýst mér gríðarlega vel og nánast ekkert hefur komið mér á óvart í leiðsögninni. Í stuttu máli get ég sagt að námið í EHÍ innihaldi akkúrat það sem góður leiðsögumaður þarf á að halda þegar á hólminn er komið." Snorri Ingason, leiðsögumaður frá EHÍ
"Námið fór langt fram úr mínum væntingum. Kennarar voru úr fremstu röð íslenskra fræðimanna og mátti glögglega sjá að þar var valið af kostgæfni. Það var svo gaman að mér fannst slæmt að missa stundum úr tíma, en það kom ekki að sök því námið er líka kennt í fjarnámi."
Íris Sveinsdóttir, leiðsögumaður frá EHÍ
"Fjölbreytnin í náminu er afar mikil og spannar land, sögu og
menningu frá upphafi til okkar tíma og einnig er farið vel í alla
þjóðfélagshætti."
Ása Kristín Jóhannsdóttir, útskrifaðist í febrúar 2010
"Námið var hverrar krónu virði - verst að því skyldi ljúka."
Finnur P. Fróðason, leiðsögumaður frá EHÍ
„Nám mitt við EHÍ hefur gefið mér nýja sýn og opnað mér margar dyr.“
Guðmundur Haukur Jónsson, leiðsögumaður frá EHÍ
0