Fjármál og rekstur - staðnám eða fjarnám

Verð 190.000 kr

Fjármál og rekstur - staðnám eða fjarnám

Verð 190.000 kr
Prenta
Námið er eitt misseri. Kennsla hefst fös. 22. jan. 2021 og lýkur lau. 8. maí 2021
Kennt er aðra hverja helgi, á föstudögum kl. 16:30 - 19:30 og laugardögum kl. 9:00 - 12:00. Kennt er lengur laugardagana 23.jan og 5. feb., 10.apr. og 8.maí frá kl. 9:00 - 15.30. Þá laugardaga sem kennt er til kl. 15:30 er staðlota og þá er ætlast til að allir nemendur taki þátt í rauntíma.
Kennsluáætlun. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um ófyrirsjáanlegar breytingar. Nánari upplýsingar um námið og kennara má finna í kennsluskrá.
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Námslína um stjórnun, fjármál og rekstur. Lögð er áhersla á skilning lykilþátta, s.s. stýringu verkefna, lestur eða mat ársreikninga, stjórnun fjármála, mat á arðsemi og verðmati fyrirtækja. Hægt er að sækja námið í staðnámi og fjarnámi að hluta.

Mikilvægur hluti af hverju verkefni er að stýra fjármálum þess svo sem tekjum, kostnaði, áætlanagerð, greiningu, mati og vali á kostum.

Námið skiptist að mestu leyti í þrjá megin hluta.
1. Skipulag og stjórnun.
2. Bókhald og ársreikninga.
3. Fjármálastjórnun.
Náminu er ætlað að veita góða innsýn inn í þessa þrjá lykilþætti rekstrar.

Í náminu verður farið yfir greiningu og flokkun verkefna og hvernig mikilvæg verkefni eru meðhöndluð og stofnun verkefnahópa sem skila bestum árangri. Kenndur verður grunnur í Agile verkefnastjórnun með áherslu á Kanban og Scrum. Farið verður í fjárhagsáætlanir, kostnaðargreiningu, eftirlit, arðsemi og val á mismunandi leiðum. Nemendur fá innsýn í virðisgreiningu, núvirði, framtíðarvirði og áhrif þess á lok verkefnis. Kynntar verða fjármögnunarleiðir og þær tengdar við fjárhagsáætlanir, greiðsluáætlanir og áhættumat.
Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og unnið verður að hagnýtu verkefni sem þátttakendur kynna í lok námskeiðsins. Hugað verður að vali á verkefni strax í upphafi námsins til að tengja sem best námsefnið við raunverulegt verkefni.

Markmið
Námið miðar að því að nemendur:
• Þekki helstu hugtök og kenningar í fjármálafræðum og kunni að beita þeim í daglegum rekstri.
• Tileinki sér ábyrga stjórnun fjármuna við stýringu verkefna.
• Þekki aðferðir við gerð fjárhagsáætlana, kostnaðargreininga og nýti þær við ákvarðanatöku.
• Þekki uppbyggingu ársreiknings og kunni að lesa úr mikilvægum upplýsingum.
• Öðlist færni í áætlanagerð og þekki muninn á aðfangamiðaðri og árangursmiðaðri rekstraráætlun.
• Hafi þekkingu á helstu aðferðum verkefnastjórnunar ásamt ferlum og ferlastjórnun.
• Þekki árangursríkar leiðir til markmiðasetningar, áætlun um framvindu og eftirlit með árangri verkefna.

Fyrir hverja?
Námið er ætlað þeim sem vilja öðlast hagnýta þekkingu á sviði fjármála og stýringar verkefna og þurfa að halda utan um kostnað og nýtingu fjármagns. Námið er hugsað fyrir aðila sem hafa ekki endilega menntun á sviði viðskipta en eru að taka skref eða aukna ábyrgð í þá átt. Námið nýtist einnig vel fyrir þá sem vilja kynna sér þennan vettvang og öðlast meiri skilning á fjármálum og rekstri.

Kennsla
Bjarni Frímann Karlsson, viðskiptafræðingur og lektor við viðskiptafræðideild HÍ.

Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur með BSc og MSc í hljóðverkfræði frá Danmörku.

Gísli Örn Bjarnhéðinsson, M.Sc. Rekstrarhagfræðingur

Umsókn
Vinsamlega athugið að ekki er þörf á að skila prófskírteinum eða öðrum staðfestingum á námi fyrir þessa námsleið. Gott er að senda CV/ferilskrá með umsókninni.

Frekari upplýsingar
Rósa Björk Sigurðardóttir, verkefnastjóri námsins, netfang: rosabjork@hi.is sími: 525-5296. Rósa Björk er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:30 til 11:30.

Tölvupóstur verður sendur sem staðfesting á móttöku umsóknar. Vinsamlegast hafðu samband við ENDURMENNTUN, ef þér berst engin staðfesting, í síma 525 4444 eða sendu tölvupóst á endurmenntun@hi.is

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar verður brugðist við með tímabundinni fjarkennslu. Kennslan fer þá fram í gegnum ZOOM og fá nemendur upplýsingar um fyrirkomulag ásamt leiðbeiningum um ZOOM forritið með eins góðum fyrirvara og unnt er. Skipt verður svo aftur yfir í staðbundna kennslu um leið og aðstæður leyfa.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Umsagnir

„Helsti styrkleiki námsins eru kennararnir, sem hafa mikla reynslu af atvinnulífinu. Þeim fórst ákaflega vel að miðla þeirri reynslu í bland við fræðilega umfjöllun. Einnig gagnaðist vel að þátttakendur voru flestir að fóta sig í rekstri, stórum og smáum, og það nýttist mönnum vel að bera saman bækur sínar. Þó að sá rekstur sem ég stýri sé um margt ósvipaður rekstri atvinnufyrirtækja, þá lærði ég margt í náminu sem ég nýti nú þegar í mínu starfi.“
Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík


"Ég starfa sem tannlæknir og er með rekstur og starfsmannahald því tengdu. Þetta námskeið gaf mér nákvæmlega það sem ég gerði mér væntingar og vonir um. Ég fékk nýja sýn á svo margt sem tengdist rekstri, verkefnastjórnun og áætlanagerð sem mun nýtast mér um ókomin ár.

Kennararnir voru allir einstaklega góðir og áheyrilegir. Ég hefði aldrei trúað því fyrirfram að ég gæti haldið mér vakandi á fyrirlestrum í lok vinnuviku um efni tengt fjármálum og rekstri, en mér leiddist aldrei eina mínútu. Það segir allt um gæði kennslunnar og hversu skemmtileg efnistök fyrirlesaranna voru og umræður sem sköpuðust í kjölfarið. Ég get hiklaust mælt með þessu námskeiði fyrir alla sem koma að rekstri í einhverju formi."
Kristín Gígja Einarsdóttir, tannlæknir
0