Jákvæð sálfræði - diplómanám á meistarastigi

Verð 990.000 kr

Jákvæð sálfræði - diplómanám á meistarastigi

Verð 990.000 kr
Prenta
Námið tekur eitt ár og hefst haustið 2019 og lýkur vorið 2020.
Námið verður skipulagt í reglulegum námslotum. Ekki verður um val milli námskeiða að ræða og allir nemendur fylgja sama skipulagi.
Námið samanstendur af sex fimm daga lotum, frá mánudegi til föstudags með viðveru frá kl. 9:00 – 16:00. Lotur eru í september, október, nóvember, janúar, febrúar og mars. Námið endar með opnu málþingi í maí 2020.
Kennarar eru bæði innlendir og erlendir háskólakennarar og aðrir sérfræðingar á fræðasviðinu.
Kennslustjóri námsins er Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur, sviðstjóri hjá Embætti landlæknis og forseti evrópusamtaka um jákvæða sálfræði www.enpp.eu

Nánari upplýsingar um námið má finna í kennsluskrá (PDF).

NÁM ER HAFIÐ - Verður aftur kennt á haustmisseri 2020
Nám í jákvæðri sálfræði hefst á haustmisseri 2019 og nær yfir eitt ár. Námið er haldið í samstarfi við Well-being Institute við Cambridge háskóla og MAPP í Danmörku.

Nám í jákvæðri sálfræði er eins árs nám á meistarastigi. Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á jákvæðri sálfræði og faglegri nálgun á því að vinna með styrkleika bæði fyrir eigin persónulegan þroska sem og annarra. Námið getur því nýst fagfólki sem starfar við eða hefur áhuga á að efla sig á sviði stjórnunar, kennslu, náms- og starfsráðgjafar, sálfræðiþjónustu, lýðheilsu sem og við aðra heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Hvað er jákvæð sálfræði
Jákvæð sálfræði (positive psychology) er vísindaleg nálgun sem hefur það markmið að efla rannsóknir á jákvæðum hliðum mannsins eins og styrkleikum, vellíðan og hamingju og finna leiðir til að efla líðan enn frekar. Þessi nálgun notar sálfræðilegar kenningar, rannsóknir og meðferðatækni til að öðlast skilning á jákvæðum þáttum mannlegrar hegðunar og bæta líðan.

Markmið námsins
Markmið diplómanáms í jákvæðri sálfræði er að kynna hugmyndafræði og nálgun jákvæðrar sálfræði þannig að nemendur geti nýtt sér hana bæði í einkalífi og starfi. Verkefnin eru þess eðlis að hver og einn getur nýtt eigin reynslu og umhverfi og þannig aðlagað þau að sínum aðstæðum.
Námið er þverfaglegt og getur nýst öllum þeim sem vinna með mannlega hegðun, þeim sem vilja hafa áhrif á fólk, nærumhverfi og samfélagið í heild og þeim sem vilja taka áskorun um frekari þroska og leggja sig fram um að njóta lífsins til hins ítrasta.

Fyrir hverja
Námið er ætlað einstaklingum sem lokið hafa þriggja ára grunnmenntun á háskólastigi eða sambærilegri menntun.
Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á jákvæðri sálfræði og faglegri nálgun á því að vinna með styrkleika bæði fyrir eigin persónulegan þroska sem og annarra. Námið getur því nýst fagfólki sem starfar við eða hefur áhuga á að efla sig á sviði stjórnunar, kennslu, náms- og starfsráðgjafar, sálfræðiþjónustu, lýðheilsu sem og við aðra heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Með umsókn þarf að fylgja
- Prófskírteini frá háskóla með námsferilsyfirliti.
- Ferilskrá (CV) er inniheldur náms- og starfsferil sem og aðrar upplýsingar sem stutt geta umsóknina.
- Greinagerð þar sem umsækjandi tilgreinir ástæður fyrir námsvali og væntingar til námsins. Hámark greinargerðar er 1 – 1 ½ bls.


Frekari upplýsingar
Elín Júlíana Sveinsdóttir, verkefnastjóri námsins, netfang: elins@hi.is, sími: 525-5296.
Elín er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 9:30 til 11:30.

Umsagnir

„Frábærlega skemmtilegt og upplýsandi, sem og upplífgandi nám, sem á vel við allar starfsstéttir“

Svala Sigurðardóttir, læknir

„Námið hefur farið fram úr væntingum mínum sem voru ágætar fyrir. Í námshópnum hefur skapast mikil samkennd, uppbyggjandi og skemmtileg stemning. Kennarar á heimsmælikvarða, sem margir hverjir eru leiðandi á sínu sviði. Tekið er á flestum sviðum jákvæðrar sálfræði sem ætti að höfða til þverfaglegs hóps fólks. Það er gott jafnvægi á milli fræðilegra og hagnýtra nálgana. Ég mæli eindregið með þessu námi fyrir þá er hafa brennandi áhuga á og vilja finna leiðir til að gera gott betra, hjálpa einstaklingum, hópum, fyrirtækjum, stofnunum eða jafnvel samfélaginu að blómstra”

Ylfa Edith Jakobsdóttir Fenger, ráðgjafi og markþjálfi

„Námið er frábært í alla staði, heimsklassa metnaðarfullir kennarar og allt það nýjasta í fræðum jákvæðrar sálfræði beint í æð. Dóra Guðrún kennslustjóri stýrir þessu af mikilli fagmennsku og sýnir í verki hvernig nám getur í senn gert kröfur en þó á svo mannlegum nótum. Ég mæli hiklaust með námi í jákvæðri sálfræði og sakna þess einungis að geta ekki haldið áfram næsta vetur.“

Bryndís Jóna Jónsdóttir, mannauðsstjóri/verkefnastjóri
0