Hugur og heilbrigði - gerðu gott líf betra - fjarnám

Verð 215.000 kr

Hugur og heilbrigði - gerðu gott líf betra - fjarnám

Verð 215.000 kr
Prenta
Námið hefst 26. jan. 2021 og því lýkur fim. 8. apr. Kennt er á þri. og fim. kl. 17:00 - 20:00. Fim. 8. apríl verður kennt frá kl. 16:30 - 19:30.
Fjarkennsla í rauntíma.
Samtals 58 klst.
Nánari upplýsingar um námið og kennara má finna í kennsluskrá (PDF). Kennsluáætlun (PDF). Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um ófyrirsjáanlegar breytingar.
Námið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Námið fer næst af stað haustmisseri 2021

Námið er fyrir þá sem vilja auka sjálfsþekkingu sína, njóta betur líðandi stundar og hlúa að heilbrigði og næringu.

Farið er í hugmyndafræði ACT (Acceptance and Committment Therapy) þar sem nemendur læra aðferðir til að bæta eigin líðan, líða vel í eigin skinni. Nemendur munu greina þau gildi í lífinu sem raunverulega skipta máli og öðlast kjark til að lifa betur í samræmi við þau. Jafnframt að læra að tileinka sér nálgun núvitundar og samkenndar til að auðga líf sitt.

Markmiðið er að auka almenna vellíðan og lífsgæði sem skilar sér bæði í einkalífi og starfi. Þar á meðal að taka upplýsta ákvörðun um næringu og hafa áhuga á að hlúa að heilbrigði og þannig draga úr eða fyrirbyggja lífsstílssjúkdóma.

ACT - Acceptance and Committment Therapy
Unnið með líðan einstaklings út frá hugmyndafræði ACT (Acceptance and Committment Therapy) á töluvert annan hátt en hefðbundið er í vestrænni sálfræði. Kjarninn í nálguninni er að einstaklingur gangist við þáttum í lífinu sem hann hefur ekki stjórn á en taki um leið meðvitaða ákvörðun um að framkvæma það sem eykur lífsgæði hans. Markmiðið er að þátttakandi auðgi líf sitt og geri það innihaldsríkara. Læri einnig leiðir til að takast á við þær áskoranir sem verða í veginum. Í náminu er lögð áhersla á að kortleggja mikilvæg gildi í lífi fólks og gera breytingar í samræmi við þau. Kenndar eru nýstárlegar leiðir til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar. Í náminu vinnur þátttakandi einstaklingsverkefni, tekur þátt í hópastarfi, auk heimavinnu á milli lota.

Núvitund
Þjálfun í núvitund og samkennd. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að þjálfun í núvitund og samkennd hefur jákvæð áhrif á vellíðan og bætir heilsufar. Hún dregur úr streitu, kvíða og depurð, styður við hjálplegar lífsvenjur og stuðlar að aukinni yfirvegun og ró. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og mæta sjálfum sér og því sem er með aukinni samkennd.
Þessi hugarþjálfun byggir á aðferðum úr sálfræði austrænnar visku, hugrænni atferlismeðferð og heila- og taugavísindum. Kennslan byggir á gagnreyndum aðferðum til að þjálfa núvitund og samkennd. Stuðst verður einna helst við reynslunám (experiential learning) þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur upplifi efnið á eigin skinni með hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun.

Næring
Fjallað verður ítarlega um fæði og næringu. Af hverju er fæðið sem við neytum ekki alltaf að byggja okkur upp, jafnvel þegar við veljum “hollt fæði”? Leitast verður við að skilgreina hugtakið hollusta.
Hefur fæði áhrif á gleði og vellíðan? Næring verður skoðuð í tengslum við andlega líðan og geðheilsu almennt.
Áhersla verður lögð á mikilvægi heilbrigðrar meltingar og hlutverk þarmaflórunnar. Ástæður fyrir ofþyngd verða skoðaðar ásamt atriðum sem hafa áhrif á þyngd einstaklingsins. Fæðuofnæmi og fæðuóþol eru vaxandi vandamál. Farið verður yfir mögulegar ástæður og muninn á þessu tvennu. Eru til lausnir?

Markmið
• Að þekkja eigin takmarkanir og hvernig hægt er að yfirstíga þær
• Að átta sig á mikilvægi gilda (values) í lífi hvers og eins og setja sér
markmið þar að lútandi
• Að öðlast kjark til að gera breytingar á lífi sínu þrátt fyrir hindranir
af ýmsum toga
• Að auka meðvitund og skilning á hvað er góð næring.
• Að skilja hvernig fæði sem við neytum getur bæði byggt okkur upp
og viðhaldið heilbrigði eða haft skaðleg áhrif og þannig aukið líkur á
sjúkdómum.
• Að öðlast skilning á mikilvægi þarmaflórunnar í tengslum við
andlega og líkamlega heilsu.
• Að þjálfa núvitund og samkennd.
• Að læra að bregðast við af yfirvegun og ró í stað þess að bregðast
sjálfvirkt við.
• Að vera meiri þátttakandi í eigin lífi.

Fyrir hverja?
Alla þá sem vilja setja sér markmið, skoða eigin líðan, yfirstíga hindranir og takmarkanir, auka meðvitund og skilning á góðri næringu. Þjálfa núvitund og auka hæfni sína í að bregðast við af yfirvegun og ró. Einstaklingi sem er umhugað um eigin heilsu, hefur ekki einungis áhrif á sitt eigið líf, heldur einnig á nærumhverfi sitt.

Kennsla
Anna Dóra Frostadóttir lærði klíníska sálfræði við Macquarie háskólann í Sydney, Ástralíu. Einnig lauk hún félagsráðgjafanámi frá Háskóla Íslands og mastersnámi í núvitund við Bangor háskólann í Bretlandi.

Birna G. Ásbjörnsdóttir er með meistaragráðu (MSc) í næringarlæknisfræði (Nutritional Medicine) frá University of Surrey í Bretlandi. Birna hefur einnig lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum (Evidence-Based Medicine) frá University of Oxford og stundar doktorsnám við Háskóla Íslands.

Rúnar Helgi Andrason lauk doktorsprófi (Psy.D) í klínískri sálfræði frá Rutgers University, USA, árið 1999 og hlaut sérfræði viðurkenningu í klínískri sálfræði 2004.

Umsókn
Vinsamlega athugið að ekki er þörf á að skila prófskírteinum eða öðrum staðfestingum á námi fyrir þessa námsleið. Gott er að senda CV/ferilskrá með umsókninni.

Frekari upplýsingar gefur Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri námsins, netfang: hulda@hi.is, sími: 525-4924. Hulda er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10:30 - 11:30.

Tölvupóstur verður sendur sem staðfesting á móttöku umsóknar. Vinsamlegast hafðu samband við ENDURMENNTUN, ef þér berst engin staðfesting, í síma 525 4444 eða sendu tölvupóst á endurmenntun@hi.is.

Aðrar upplýsingar:

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

0