Grunnnám í reikningshaldi - staðnám eða fjarnám

Verð 126.000 kr

Grunnnám í reikningshaldi - staðnám eða fjarnám

Verð 126.000 kr
Prenta
Námið er eitt misseri. Kennsla hefst mið. 17. mars og lýkur mið. 17. apríl.
Alla jafna er kennt á mið. og fös. kl. 16:15 - 19:15 og laugardögum kl. 9:00 - 14:00. Fyrstu vikuna er einnig kennt fim. 18. mars.
Laugardaginn 14. apríl er kennt kl. 9:00 - 13:00.
Samtals 52 klukkustundir.
Snorri Jónsson, viðskiptafræðingur MBA og Master of Accounting and Auditing. Heiðar Þór Karlsson
Dagsetningar í kennsluáætlun eru birtar með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar.
Upplýsingar um námið má finna í kennsluskrá.
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Námið er einkum ætlað þeim sem ekki hafa starfað við reikningshald. Námið er hluti af þriggja þrepa leiðinni til viðurkenningar bókara og hefur það að markmiði að auka fræðilega og hagnýta þekkingu nemenda í reikningshaldi og hæfni til að beita henni í starfi að loknu námi.
Námið er 52 klst.

Námið byggir á meginreglum í reikningshaldi og lögum um ársreikninga. Unnið er út frá lagaumhverfi á Íslandi og horft til aðferða sem almennt eru viðhafðar á bókhaldsstofum. Námið styrkir grunnþekkingu þeirra sem vilja öðlast aukinn skilning á reikningshaldi.
Lögð er áhersla á verklegar æfingar í náminu. Verklegar æfingar í Excel verða því í hverjum kennsluhluta til að auka á færni nemenda að tileinka sér efni námskeiðsins.

Námið er án námsmats til einkunna og eininga en byggir á verklegum æfingum.

Markmið
Er að auka fræðilega og hagnýta þekkingu nemenda í reikningshaldi og hæfni til að beita henni í starfi að loknu námi.
Kynntar verða meginreglur reikningshalds í því lagaumhverfi sem það byggir á. Verklegar æfingar í Excel verða í hverjum kennsluhluta til að auka á færni nemenda að tileinka sér efni námsins.

Að námi loknu eiga nemendur að þekkja:
· hugtakaramma og grundvöll reikningshalds
· helstu atriði í lögum um bókhald og ársreikninga
· megin uppbyggingu ársreiknings og helstu liði hans
· útreikning á matskenndum liðum í ársreikningi
· meðhöndlun innskatts-, útskatts- og uppgjörsreikninga í bókhaldi
· útreikning á mismunandi formum langtímalána
· helstu reikninga sem koma fram í eiginfjárliðum
· uppbyggingu á sjóðsstreymi og hver sé tilgangur þess
· helstu lokafærslur í reikningsuppgjöri
· frágang á bókhaldi til uppgjörs
· nokkrar helstu kennitölur í ársreikningi

Fyrir hverja
Þá sem vilja styrkja grunnþekkingu sína á reikningshaldi.

Umsókn
Vinsamlega athugið að ekki er þörf á að skila prófskírteinum eða öðrum staðfestingum á námi fyrir þessa námsleið. Gott er að senda CV/ferilskrá með umsókninni.

Frekari upplýsingar gefur Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri námsins, netfang: hulda@hi.is, sími: 525-4924. Hulda er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 9:30 - 11:30.

Þriggja þrepa leið til viðurkenningar bókara
Þriggja þrepa leið samanstendur af:
1. Grunnnám í bókhaldi
2. Grunnnám í reikningshaldi
3. Undirbúningsnám til viðurkenningar bókara

Þriggja þrepa leiðin er sérstaklega ætluð þeim sem hafa enga eða litla reynslu af bókhaldsstörfum og reikningshaldi.
Markmið þriggja þrepa leiðarinnar er að undirbúa nemendur fyrir próf til viðurkenningar bókara og/eða styrkja færni viðkomandi við bókhaldsstörf.
Próf til viðurkenningar bókara eru á ábyrgð Prófnefndar viðurkenndra bókara og upplýsingar um þau er að finna á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Nemendur sem sækja Grunnnám í bókhaldi og Grunnnám í reikningshaldi fá 20% afslátt af Undirbúningsnámi til viðurkenningar bókara.

Aðrar upplýsingar:
FVB punktar: 78

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar verður brugðist við með tímabundinni fjarkennslu. Kennslan fer þá fram í gegnum ZOOM og fá nemendur upplýsingar um fyrirkomulag ásamt leiðbeiningum um ZOOM forritið með eins góðum fyrirvara og unnt er. Skipt verður svo aftur yfir í staðbundna kennslu um leið og aðstæður leyfa.

Tölvupóstur verður sendur sem staðfesting á móttöku umsóknar. Vinsamlegast hafðu samband við ENDURMENNTUN, ef þér berst engin staðfesting, í síma 525 4444 eða sendu tölvupóst á endurmenntun@hi.is.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Umsagnir

Þetta nám var frábært og nýttist mér mjög vel. Snorri er algjört æði. Gott að hlusta á hann og hann útskýrði allt mjög vel.
Mæli hiklaust með þessu námi.
María Björg Þorsteinsdóttir

Ég skráði mig í Grunnnám í bókhaldi og strax í framhaldi í Grunnnám í reikningshaldi til þess að styrkja þessa þætti í þekkingagrunni mínum og víkka út möguleika og styrkleika mína á vinnumarkaðnum. Námið var vel skipulagt og kennararnir bjuggu yfir mikilli þekkingu og reynslu sem þeir áttu auðvelt með að miðla til nemenda. Þekkingin mun sannarlega skila sér og sérstaklega þegar kemur að því að skilgreina hina ýmsu þætti rekstrar.
Bjarni Jónsson
0