Grunnnám í bókhaldi

Verð 135.000 kr
Prenta
FULLBÓKAÐ
Námið hefst föstudaginn 9. feb. 2018. Kennt er á mán., mið. og fim. í fimm vikur. Kennt er frá kl. 9:00 - 12:30 nema fös. 9. feb. er kennt frá kl. 8:30 - 12:30.
Samtals 46 klst. og val um þrjár klst. á bókhaldsstofu.
Inga Jóna Óskarsdóttir og Anney Bæringsdóttir, viðurkenndir bókarar og Vala Valtýsdóttir, lögfræðingur og meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Kennsluáætlun.

Nánari upplýsingar um námið má finna í námsvísi.

Frekari upplýsingar gefur Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri námsins, netfang: hulda@hi.is, sími: 525-4924. Hulda er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 9:30 - 11:30.

Í samstarfi við Bókhald og kennslu ehf. og Reglu

Fullbókað. Hægt að fara á biðlista með því að senda tölvupóst á hulda@hi.is


Í þessu námi verður kennslustofunni breytt í ímyndaða bókhaldsstofu þar sem nemendur fá þjálfun í færslu bókhalds. Námsgögn og aðgangur að bókhaldsforriti eru innifalin í námsgjaldinu. Nemendur mæta með sína eigin fartölvu en fá aðgang að neti.

Nemendur fá þjálfun í færslu fjárhagsbókhalds, sem byggir á verklegum æfingum með raungögnum í raunumhverfi og á rauntíma. Tilvalið nám fyrir þá sem dreymir um að þreyta próf til viðurkenningar bókara en hafa ekki reynslu í færslu bókhalds. Nú gefst þeim sem ekki hafa reynslu í bókhaldsstörfum tækifæri til að stíga skrefið og fá þá þjálfun og færni sem þarf til að starfa við færslu bókhalds.

Kennt er á bókhaldsforritið Reglu þar sem nemendur læra að færa fjárhagsbókhald sem byggir á verklegum æfingum með raungögnum í raunumhverfi á rauntíma. Einnig fjallað um helstu lög og reglugerðir varðandi færslu bókhalds, svo sem lög um bókhald, lög um tekjuskatt og lög um virðisaukaskatt. Jafnframt fjallað um helstu reglur varðandi skil á opinberum gjöldum.

Að námi loknu eiga nemendur að þekkja bókhaldsforritið Reglu og geta:
• Fært fjárhagsbókhald.
• Stofnað viðskiptavini.
• Stofnað vörunúmer.
• Gert sölureikning.
• Gert vsk uppgjör.
• Fært laun.
• Gert leiðréttingar í fjárhag.
• Gert afstemmingar eins og að
stemma banka, skuldunauta, lánardrottna og aðra helstu liði.
• Prentað út stöðu fjárhags, skuldunauta og lánardrottna.
• Skoðað rekstrarreikning og efnahagsreikning.
• Þekkt helstu lög og reglugerðir varðandi færslu bókhalds svo sem lög um bókhald, lög um tekjuskatt og lög um virðisaukaskatt.
• Þekkja helstu reglur um skil á opinberum gjöldum.

Fyrir hverja:

Þá sem vilja læra að færa bókhald og fá þjálfun í raunverulegu bókhaldsumhverfi með aðgengi að raunverulegum bókhaldsgögnum.

Kennsla:

Inga Jóna Óskarsdóttir og Anney Bæringsdóttir, viðurkenndir bókarar og Vala Valtýsdóttir, lögfræðingur og meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Aðrar upplýsingar:

Þriggja þrepa leið sérstaklega ætluð þeim sem ekki hafa reynslu í bókhaldsstörfum og er góður undirbúningur fyrir próf til viðurkenningar bókara.

1. Grunnám í bókhaldi.
2. Grunnnám í reikningshaldi - hefst fös. 9. mars 2018.
3. Undirbúningsnám til viðurkenningar bókara - haldið á haustmisseri 2018.

Prófin sjálf eru á ábyrgð Prófnefndar viðurkenndra bókara og upplýsingar um þau er að finna á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Umsagnir

"Einstaklega gott nám. Kennarar góðir og skilmerkilegir. Mæli svo sannarlega með þessu hvort sem þú ert byrjandi eða ekki. Farið yfir allt námsefni á mjög góðan hátt."

Anna Margrét Þorfinnsdóttir, bókari


"Mjög ítarlegt og gott nám, þar sem farið var yfir alla þætti sem viðkoma bókhaldi.  Mæli hiklaust með því!"  

Kristín R Sæbergsdóttir, skrifstofustjóri
0