Grunnnám í bókhaldi - fjarnám

Verð 223.000 kr

Grunnnám í bókhaldi - fjarnám

Verð 223.000 kr
Prenta
Námið hefst mán. 8. feb. 2021. Kennt er alla jafna mán., mið. og fim. í fimm vikur. Einnig kennt fös. 5. mars. Kennt er alla daga frá kl. 9:00 - 12:00.
Samtals 45 klst. og val um þrjár klst. á bókhaldsstofu.
Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari og eigandi Bókhalds og kennslu ehf. Vala Valtýsdóttir, lögfræðingur og meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Dagsetningar í kennsluáætlun (PDF) eru birtar með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar. Nánari upplýsingar um námið má finna í kennsluskrá (PDF).
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ


Í samstarfi við Bókhald og kennslu ehf. og Reglu

Í þessu námi verður kennslustofunni breytt í ímyndaða bókhaldsstofu þar sem nemendur fá þjálfun í færslu bókhalds. Námsgögn og aðgangur að bókhaldsforriti eru innifalin í námsgjaldinu. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lágmarksþekkingu í Excel.
Námið er samtals 45klst.

Nemendur fá þjálfun í færslu fjárhagsbókhalds, sem byggir á verklegum æfingum með raungögnum í raunumhverfi og í rauntíma. Tilvalið nám fyrir þá sem dreymir um að þreyta próf til viðurkenningar bókara en hafa ekki reynslu í færslu bókhalds. Nú gefst þeim sem ekki hafa reynslu í bókhaldsstörfum tækifæri til að stíga skrefið og fá þá þjálfun og færni sem þarf til að starfa við færslu bókhalds.

Farið í helstu þætti í bókfærslu fyrir byrjendur.
Kennt er á bókhaldsforritið Reglu þar sem nemendur læra að færa fjárhagsbókhald sem byggir á verklegum æfingum með raungögnum í raunumhverfi í rauntíma. Einnig verður fjallað um helstu lög og reglugerðir varðandi færslu bókhalds, svo sem lög um bókhald, lög um tekjuskatt og lög um virðisaukaskatt. Jafnframt verður fjallað um helstu reglur varðandi skil á opinberum gjöldum.

Að námi loknu eiga nemendur að þekkja bókhaldsforritið Reglu og geta:
• Fært fjárhagsbókhald.
• Stofnað viðskiptavini.
• Stofnað vörunúmer.
• Gert sölureikning.
• Gert vsk uppgjör.
• Fært laun.
• Gert leiðréttingar í fjárhag og metið mikilvægi réttra vinnubragða.
• Þekkt vinnuferla við að
stemma banka,
skuldunauta, lánardrottna og aðra helstu liði.
• Prentað út stöðu fjárhags, skuldunauta og lánardrottna.
• Skoðað rekstrarreikning og efnahagsreikning.
• Þekkt helstu lög og reglugerðir varðandi færslu bókhalds svo sem lög
um bókhald, lög um tekjuskatt og lög um virðisaukaskatt.
• Þekkt helstu reglur um skil á opinberum gjöldum.

Umsókn
Vinsamlega athugið að ekki er þörf á að skila prófskírteinum eða öðrum staðfestingum á námi fyrir þessa námsleið.

Frekari upplýsingar gefur Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri námsins, netfang: hulda@hi.is, sími: 525-4924. Hulda er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 9:30 - 11:30.

Fyrir hverja:

Þá sem vilja læra að færa bókhald og fá þjálfun í raunverulegu bókhaldsumhverfi með aðgengi að raunverulegum bókhaldsgögnum.

Kennsla:

Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari og eigandi Bókhalds og kennslu ehf.
Vala Valtýsdóttir, lögfræðingur og meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Aðrar upplýsingar:

Þriggja þrepa leið er sérstaklega ætluð þeim sem ekki hafa reynslu í bókhaldsstörfum og er góður undirbúningur fyrir þá sem stefna á að þreyta próf til viðurkenningar bókara.

1. Grunnám í bókhaldi.
2. Grunnnám í reikningshaldi.
3. Undirbúningsnám til viðurkenningar bókara.

Próf til viðurkenningar bókara eru á ábyrgð Prófnefndara viðurkenndra bókara og upplýsingar um þau er að finna á vef Stjórnarráðs Íslands.

Nemendur sem sækja Grunnnám í bókhaldi og Grunnnám í reikningshaldi fá 20% afslátt af Undirbúningsnámi til viðurkenningar bókara.


Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar verður brugðist við með tímabundinni fjarkennslu. Kennslan fer þá fram í gegnum ZOOM og fá nemendur upplýsingar um fyrirkomulag ásamt leiðbeiningum um ZOOM forritið með eins góðum fyrirvara og unnt er. Skipt verður svo aftur yfir í staðbundna kennslu um leið og aðstæður leyfa.

Tölvupóstur verður sendur sem staðfesting á móttöku umsóknar. Vinsamlegast hafðu samband við ENDURMENNTUN, ef þér berst engin staðfesting, í síma 525 4444 eða sendu tölvupóst á endurmenntun@hi.is.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Umsagnir

Einstaklega gott nám. Kennarar góðir og skilmerkilegir. Mæli svo sannarlega með þessu hvort sem þú ert byrjandi eða ekki. Farið yfir allt námsefni á mjög góðan hátt.
Anna Margrét Þorfinnsdóttir, bókari.

Mjög ítarlegt og gott nám, þar sem farið var yfir alla þætti sem viðkoma bókhaldi.  Mæli hiklaust með því!
Kristín R. Sæbergsdóttir, skrifstofustjóri

Ég skráði mig í Grunnnám í bókhaldi og strax í framhaldi í Grunnnám í reikningshaldi til þess að styrkja þessa þætti í þekkingagrunni mínum og víkka út möguleika og styrkleika mína á vinnumarkaðnum. Námið var vel skipulagt og kennararnir bjuggu yfir mikilli þekkingu og reynslu sem þeir áttu auðvelt með að miðla til nemenda. Þekkingin mun sannarlega skila sér og sérstaklega þegar kemur að því að skilgreina hina ýmsu þætti rekstrar.
Bjarni Jónsson
0