Framkvæmdaferli mannvirkjagerðar - staðnám eða fjarnám

Verð 520.000 kr
Prenta
Námið hefst 5. sept. 2018 og lýkur lau. 6. apr. 2019.
Kennt er aðra hverja viku, á mið. kl. 9:00 -12:00 og fös. kl. 9:00 - 12:00. Jafnframt verður kennt lau. 6. okt., 17. nóv. 2018, lau. 9. feb. og 6. apr. 2019 kl. 9:00 - 12:00.

Upptaka frá kynningarfundi 16. maí
Sigríður Sigurðardóttir, arkitekt, Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri, Jóhannes Karl Sveinsson, hrl. og fleiri.
Nánari upplýsingar um námið má finna í námsvísi.
Kennsluáætlun. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7.

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR
Námið er tvö misseri og hagnýtt fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og færni á sviði framkvæmdaferla mannvirkjagerðar. Nemendur öðlast víðtæka þekkingu á öllum helstu sviðum fjármála, ráðgjafasamninga, verksamninga, útboðum, opinberum innkaupum, uppgjörum og bótaskyldu.

Markmið
• Öðlast almennan skilning á undirbúningsferli framkvæmda, hönnunar- og framkvæmdaferla.
• Fá aukinn skilning, þekkingu og færni í að semja og túlka hönnunar- og verksamninga og hæfni í að fást við ágreiningsmál þeim tengdum.
• Öðlast þekkingu á stöðlum og reglum er varða útboð og önnur opinber innkaup ásamt því að beita áhættugreiningu við þessa þætti.
• Öðlast færni í að veita faglega ráðgjöf við val á ráðningu ráðgjafa, útboðsleið og framkvæmdaleið.

Helstu efnisþættir
• Kostnaðaáætlanir og gæði þeirra
• Fjármögnun
• Arðsemismat
• Áhættugreining
• Ráðgjafasamningar
• Bótaskylda
• Verksamningar
• Fidic-samningar
• Staðlar - ÍST30 og ÍST35
• Útboð /útboðsreglur
• Opinber innkaup
• Gæðastjórnun
• Ábyrgð

Fyrir hverja
Námið er ætlað öllum þeim sem starfa við ráðgjöf og bera ábyrgð á ráðgjafasamningum, ráðningu hönnuða, útboðum, gerð útboðsgagna, samningum við verktaka, fjármögnun verkefna og áhættugreiningu innan fyrirtækja og stofnana. Námið hentar tæknifræðingum, byggingafræðingum, verkfræðingum, arkitektum, landslagsarkitektum og lögfræðingum ásamt öðrum ráðgjöfum í skyldum fögum sem og verktökum eða verkkaupum sem hyggjast tileinka sér þetta sérsvið.

Námið er lánshæft fyrir skólagjöldum hjá Framtíðinni námslánasjóði.

Frekari upplýsingar
Elva Björg Arnarsdóttir, verkefnastjóri námsins, netfang: elvabjorg@hi.is sími: 525-5293. Elva er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 9:30 til 11:30.

Umsagnir

"Ég hef starfað við áætlanagerð, hönnun og eftirlit með mannvirkjagerð í rúmlega 25 ár. Með þátttöku í þessu námi fékk ég mjög góða sýn yfir þetta viðamikla ferli og tækifæri til þess að kynna mér nánar þá þætti sem ég taldi mig hafa mest gagn af.
Námið er mjög vel uppbyggt, með framúrskarandi fyrirlesurum og leiðbeinendum. Námsgögnin eru umfangsmikil og munu þau nýtast mér vel í komandi störfum.
Eitt það mikilvægasta við námið var að kynnast nýju fólki með misjafnan faglegan bakgrunn. Nemendur skiptust á skoðunum og miðluðu hver öðrum af reynslu sinni.
Ég mæli hiklaust með náminu fyrir alla þá sem vinna að mannvirkjagerð og vilja tileinka sér betur jafnt klassísk sem nútímaleg vinnubrögð."

Jóhann Már Hektorsson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís
0