Ökukennaranám til almennra réttinda

Verð 1.590.000 kr

Ökukennaranám til almennra réttinda

Verð 1.590.000 kr
Prenta
Námið hefst í september 2020 og lýkur í desember 2021.
Kennt er í lotum, frá miðvikudegi til laugardags, u.þ.b. einu sinni í mánuði. Gera má ráð fyrir tveimur lengri lotum.
Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Í samstarfi við Samgöngustofu

Námið er hafið.
Ökukennaranám til almennra réttinda er þriggja missera námsbraut sem er ætluð þeim sem vilja afla sér þekkingar og hæfni til undirbúnings þess að fá löggildingu til að annast ökukennslu fyrir flokk B (fólksbifreið/sendibifreið).

Námið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og þjálfun til að geta skipulagt, undirbúið og annast ökukennslu, með tilliti til hæfni, getu og þarfa ökunemenda sinna. Nemendur eiga að geta ekið af öryggi og framsýni og vita hvernig best sé staðið að færniþjálfun. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist staðgóða þekkingu á sviði umferðarfræða og færni í að beita og miðla henni til annarra. Fagleg þekking á sviði umferðarfræða og færni á sviði kennslufræða og þjálfunar verður því ætíð að fara saman.

Kennslutilhögun
Bókleg kennsla fer fram í staðlotum. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, t.d. fyrirlestrar, umræður, kynningar, æfingar og verkefni. Þá skipa vettvangsnám og æfingakennsla veglegan sess í náminu, en það fer fram utan staðlota. Lokapróf, ökukennarapróf sbr. 36. gr. reglugerðar nr. 830/2011 um ökuskírteini eru fimm talsins. Til að mega gangast undir þau þarf nemandi að fullnægja öllum ákvæðum um tímasókn, úrlausn verkefna og námsárangur í hverri námsgrein. Lágmarkseinkunn í hverju þessara lokaprófa er 7,0. Námslok eru fyrirhuguð í desember 2021.

Undirbúningsnámskeiðið verður kennt 24. ágúst til og með 28. ágúst. Kennt er yfir daginn, frá 9:00 - 16:00.

Kennt er yfir daginn, í lotum. Loturnar verða eftirfarandi:
16. - 19. september 2020
14. - 17. október 2020
11. - 14. nóvember 2020
2. – 5. desember 2020
13. - 16. janúar 2021
17. - 20. febrúar 2021
17. - 20. mars 2021
14. - 17. apríl 2021
5. - 8. maí 2021
25. – 28. ágúst 2021
22. - 25. september 2021
13. - 16. október 2021
10. - 13. nóvember 2021

Athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Fyrir hverja
Til þess að öðlast löggildingu til ökukennslu þarf að hafa lokið ökukennaranámi og prófi ásamt því að uppfylla eftirfarandi skilyrði (sbr. reglugerð nr. 830/2011 um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökuskóla):
• vera orðin(n) 21 árs að aldri
• hafa ekið bifreið að staðaldri síðustu þrjú árin
• fullnægja kröfum um líkamlegt og andlegt hæfi sem gerðar eru til ökumanna í hópi 2, sbr. reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini
• hafa ekki hlotið dóm samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga.

Auk þess er krafa gerð um að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Sá sem ekki er með próf á háskólastigi sem veitir kennsluréttindi skal ljúka 30 klukkustunda undirbúningsnámskeiði (haldið í ágúst) og þreyta að því loknu skriflegt próf. Til að standast prófið þarf lágmarkseinkunnina 6,0. Undirbúningsnámskeiðið veitir ekki kennsluréttindi en veitir lágmarksþekkingu sem þarf áður en nám til ökukennara hefst.

Með umsókn þarf að fylgja:
• stúdentsprófsskírteini
• greinagerð þar sem umsækjandi tilgreinir ástæður fyrir námsvali og væntingar til námsins. Hámark 1 bls.
• Mælt er með að skila inn ferilskrá og/eða meðmælum sem geta talist umsækjanda til framdráttar í meðferð umsóknar hjá fagráði.

Vinsamlega athugið að eftirfarandi er ekki innifalið í námsgjaldi:
• kostnaður vegna undirbúningsnáms en sá kostnaður greiðist eingöngu af þeim sem þess náms þarfnast
• námsbækur og námsgögn önnur en minniháttar fjölrit sem kennarar útvega eða dreifa í kennslustundum
• viðbótarþjálfun í eigin akstri eða kennslu umfram það sem greint er í kennsluskrá
• kostnaður við Ökuskóla 1 og 2

Umsóknir eru metnar af fagráði.

Fagráð námsins
Björgvin Þ.Guðnason, ökukennari og formaður Ökukennarafélags Íslands.
Elva Björg Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá ENDURMENNTUN HÍ.
Elsa Eiríksdóttir, lektor í verk- og starfsmenntun á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Erna G. Agnarsdóttir, námstjóri hjá ENDURMENNTUN HÍ.
Grímur Bjarndal, ökukennari.
Þuríður Berglind Ægisdóttir, frá Samgöngustofu

Frekari upplýsingar
Elva Björg Arnarsdóttir, verkefnastjóri námsins, sími: 525-5293 og tölvupóstur: elvabjorg@hi.is.
Elva er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 9:30 til 11:30.

Styrkir
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

0