ENDURMENNTUN HÍ býður upp á fjölbreytt úrval námsbrauta á margvíslegum sviðum á grunn- og framhaldsstigi háskóla auk námslína án eininga.

Námsframboð ENDURMENNTUNAR hverju sinni mótast fyrst og fremst af þörfum fagstétta og atvinnulífs fyrir ákveðna þekkingu. Námsbrautir eru ýmist sérhæfðar fyrir ákveðin fagsvið sem margar veita ECTS einingar en aðrar eru öllum opnar.

Lengd námsbrauta getur verið frá einu upp í fjögur misseri og eru þær skipulagðar þannig að hægt er að stunda námið samhliða starfi. Alla jafna er kennt í lotum sem þýðir að ein námsgrein er kennd í senn sem lýkur með prófi eða verkefni áður en næsta hefst. Þetta fyrirkomulag hentar fólki sem stundar nám með starfi einstaklega vel. Nokkrar námsbrautir er hægt að sækja bæði í staðnámi og í fjarnámi.

Markmið ENDURMENNTUNAR er að vera skilvirkur farvegur fyrir miðlun þekkingar til samfélagsins. Með það að markmiði er unnið með deildum Háskóla Íslands og öðrum samstarfsaðilum.

Starfsfólk ENDURMENNTUNAR leggur metnað í að nýta sérþekkingu sína til að veita fyrirmyndarþjónustu með áherslu á árangur og fagmennsku.

Buisiness meeting
Einingakerfi

Hjá ENDURMENNTUN er farið eftir ECTS einingakerfinu. ECTS stendur fyrir "European Credit Transfer and Accumulation System" og er notað sem staðall til þess að bera saman og meta námsárangur og frammistöðu nemenda. Námsmenn fá ákveðinn fjölda ECTS-eininga fyrir staðin fög og námsskeið. Eitt námsár jafngildir 60 ECTS-einingum, sem samsvara 1500-1800 klukkutímum í námi. Sjá frekari upplýsingar um einingakerfið hér.

Fjarnám

Samskiptavefurinn Moodle

Moodle er námsumsjónarkefi (Learning management system LMS) sem nemendur námsbrauta ENDURMENNTUNAR HÍ fá aðgang að við upphaf náms.

Í kjölfar þess að umsókn í viðkomandi námsbraut hefur verið samþykkt og umsækjandi fengið sent rafrænt inntökubréf í tölvupósti, eru sendar aðgangsupplýsingar á uppgefið netfang í umsóknar.
Leiðbeiningar um ýmsa þætti er snúa að Moodle má finna á vef Kennslumiðstöðvar HÍ - hér

Upptökur

Í þeim námsbrautum sem nemendum gefst kostur á að að sækja nám í fjarnámi er stuðst við upptökur þar sem nemendur hafa aðgang að fyrirlestrum sem vistaðar eru á námskeiðssíðu viðkomandi námskeiðs, á Moodle.
Forritið Panopto er notað við upptökur á fyrirlestrum á þeim námskeiðum sem kennd eru í fjarnámi. Panopto forritið er á öllum kennslutölvum ENDURMENNTUNAR. Forritið er einfalt í notkun og tekur upp fyrirlestra kennara og allt sem fer fram á skjá tölvunnar.

Upptökur eru vistaðar á vefþjóni og birtar á Moodle samskiptavef ENDURMENNTUNAR. Nemendur geta því nálgast upptökurnar á vefsvæði námsins með hefðbundnum tölvubúnaði, hvort sem það er í heimahúsi eða á vinnustað. Upptökur eru ávallt aðgengilegar þátttakendum á námstímanum.

Greiðslufyrirkomulag

Eftir að umsókn hefur verið samþykkt er rafrænt inntökubréf sent til umsækjanda. 

Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst til dæmis með greiðsludreifingu til allt að 36 mánaða. Almennt gildir það að hámarksupphæð raðgreiðslusamninga er ein milljón króna. Gengið er út frá því að umsækjandi sé jafnframt greiðandi námsins, ef óskað er eftir breytingum á því er viðkomandi beðinn um að hafa samband við gjaldkera okkar um það leyti sem inntökubréf berst. Ef engar óskir koma fram um breytingar á greiðanda eða greiðslufyrirkomulagi birtist greiðsluseðill í netbanka umsækjanda fljótlega eftir inntöku í nám. Fjöldi greiðsluseðla miðast við lengd náms hverju sinni og er greiðsluseðill gefinn út við upphaf hvers misseris.

Vinsamlega athugið að eftir að nám er hafið hefur nemandi skuldbundið sig til að greiða allt námsgjaldið og ekki er hægt að fá það fellt niður eða endurgreitt.

Allar nánari upplýsingar varðandi greiðslufyrirkomulag gefur Helga S. Ormsdóttir gjaldkeri í síma 525-5295 eða á netfangið: helgaso@hi.is 

Vakin er athygli á að ýmis stéttarfélög og margir vinnuveitendur veita góða styrki til náms.

Einhverjar námsbrautir okkar eru lánshæfar hjá LÍN.

Hagnýtar upplýsingar fyrir kennara

Hér að neðan má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir kennara frá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

Bækur og tímarit

Kennsluaðferðir

MOODLE - Samskiptavefur

Námsmat og endurgjöf

Rafrænt nám

Skipulag námskeiða

Um nám

Vendikennsla – Flipped classroom

Jafnrétti í kennslu - gátlisti

Á meðfylgjandi slóð er gátlisti sem inniheldur upplýsingar fyrir kennara um samþættingu jafnréttissjónarmiða við kennslu.
Gátlistinn er hugsaður til að bæta kennsluhætti með því að taka tillit til allra þeirra ólíku hópa stunda nám.

Slóð á gátlista

Mat á fyrra námi

Umsækjendur um nám hjá ENDURMENNTUN HÍ (EHÍ) geta sótt um mat á fyrra námi, en það er ekki framkvæmt fyrr en formleg umsókn um nám hefur verið samþykkt. Hægt er að óska eftir lauslegu mati en það er þó ekki bindandi. Umsókn um mat skal senda til verkefnastjóra viðkomandi námsbrautar.

Gögn sem þurfa að fylgja með umsókn

  • Útfyllt umsóknareyðublað.
  • Staðfest afrit af einkunnum frá viðkomandi háskóla.
  • Námskeiðslýsingar frá viðkomandi háskóla frá því ári sem námskeiðin voru tekin.

Reglur um mat á fyrra námi

  • EHÍ getur heimilað að nám við aðrar háskóladeildir eða aðra háskóla verði metið sem hluti af námi EHÍ.
  • Námi eða námskeiðum sem var lokið fyrir 10 árum síðan eða meira, þegar umsókn er send inn, fást ekki metin.
  • Lágmarkseinkunn við mat á námi er 6,0 og lágmarksfjöldi ECTS eininga við mat eru 6 ECTS einingar.
  • Nám eða námskeið sem sótt er um að verði metið þarf að vera að fullu sambærilegt því námi sem viðkomandi hyggst leggja stund á hjá EHÍ og á sama skólastigi.
  • Til þess að umsókn um mat á fyrra námi verði tekin til skoðunar þarf umsækjandi að skila inn rafrænni umsókn til verkefnastjóra námsins. Í umsókninni þarf að koma fram hvaða námskeið umsækjandi sækir um að fá metið og hvaða námskeið umsækjandi hefur lokið og telur sambærilegt. Rafrænt umsóknareyðublað hér að neðan.
  • Verkefnastjóri viðkomandi námsbrautar upplýsir umsækjanda um niðurstöður þegar þær liggja fyrir og eru þær niðurstöður endanlegar af hálfu EHÍ.

Mat á fyrra námi getur tekið allt að tvær vikur og því eru umsækjendur hvattir til að skila inn gögnum sem fyrst.

Umsóknareyðublað - Mat á fyrra námi

MOODLE - samskiptavefur

Moodle er námsumsjónarkerfi sem ENDURMENNTUN HÍ kýs að nota fyrir nemendahópa sína. Á Moodle er haldið utan um og skipulögð samskipti kennara og nemenda.

Á Moodle eru námsgögn, upptökur og annað efni sem viðkemur náminu vistað. Hægt er setja upp umræðuþræði og rauntímaspjall þar sem nemendur geta varpað fram spurningum til kennara eða samnemenda sinna. Spurningar og svör geta þannig nýst öllum nemendum í einu.

Kennarar geta sett inn leiðbeiningar og tilkynningar til nemenda auk verkefna. Nemendur geta nálgast upplýsingar um lesefni, námsáætlun, verkefnaskil, námsmat og fleira sem við kemur náminu. Moodle útgáfa ENDURMENNTUNAR er vistuð hjá Upplýsingatæknisviði Háskóla Íslands.

Verkefnastjóri hvers náms sendir nemendum aðgangsupplýsingar á Moodle um það bil sem nám hefst.

Moodle – leiðbeiningar má finna hér.

Námstækninámskeið

Nemendum sem eru að hefja nám hjá ENDURMENNTUN HÍ býðst að sækja námskeið í námstækni þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðið hentar sérstaklega þeim sem ekki hafa sótt sambærileg námskeið áður. (Athugið þetta er óskylt námskeiðinu Akademísk vinnubrögð).

Áhersla er lögð á bættar námsvenjur og aukið skipulag í námi. Til umfjöllunar eru þættir eins og tímastjórnun, áætlanagerð, hópverkefnavinna, skipulag, markmiðasetning í námi og framkvæmd markmiða. Ýmsar aðferðir við glósugerð eru kynntar, þ.m.t. Mind Mapping (hugarkortagerð) og glósur í Power Point skjöl. Farið er í lestrar- og minnistækniaðferðir, hvernig próflestur og prófundirbúningur verður best skipulagður og rætt um prófkvíða. Fjallað er um nám á fullorðinsárum í tengslum við sjálfsmynd auk þess sem komið er inn á þætti eins og námsaðstæður (fjölskylda - starf - nám), líðan í námi o.fl. 

Námskeiðin eru vanalega haldin í september og skráning fer fram á heimasíðu ENDURMENNTUNAR og í síma 525 4444.

Prófreglur

Hjá ENDURMENNTUN HÍ gilda ýmsar reglur og starfshættir varðandi viðveru, einkunnir, kannanir, útskrift og próf. Sjá nánari upplýsingar hér.

0