Staðnámskeið

Skot í bakið

- og hvað svo?
Verð 27.400 kr.
Í gangi

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Fim. 11. apríl kl. 18:00 - 22:00

4 klst.

Jósep Ó. Blöndal, MD, Dipl.MDT og stofnandi Háls- og bakdeildar SFS í Stykkishólmi

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á þessu námskeiði er fjallað um bakverki, greiningu þeirra og meðhöndlun í ljósi reynslu aldanna og vísindanna.

Námskeiðið er fyrir almenning og fer fram með fyrirlestrum og umræðu, fyrirspurnum og svörum. Tekin eru fyrir grundvallaratriði í tengslum við bakverki, svo sem orsakir og einkenni bakverkja, greiningar og meðferð við bakverkjum.

Á námskeiðinu er fjallað um

John F. Kennedy - frægasti baksjúklingurinn. Hvernig ekki á að meðhöndla bakverki?
Hvað er það sem gerist í bakinu og hvers vegna?
Á maður að fara til læknis? Sjúkraþjálfara? Kírópraktors? Til ömmu?
Er gott að fara í myndatöku?
Hvaða meðferð er best? Hverjar eru horfurnar?
Eru til aðferðir til að fyrirbyggja endurtekna bakverki?

Ávinningur þinn

Markmið með námskeiðinu eru:
Að þátttakendur öðlist grunnþekkingu á eðli bakverkja, áhættuþáttum og greiningar- og meðferðarmöguleikum.
Að þátttakendur verði betur í stakk búnir til að bregðast við, fái þeir bakverk.
Að þátttakendur öðlist þekkingu á því til hvaða fagfólks sé hyggilegast að leita, verði þess þörf.
Að þátttakendur öðlist þekkingu á hvernig maður getur dregið úr líkum á endurteknum bakverkjum.
Að fjalla um ráð og óráð. Góð ráð, vond ráð og afleit ráð tengd bakverkjum.
Að þátttakendur læri um hvað vísindin segja.

Nánar um kennara

Jósep Ó. Blöndal, MD, Dipl.MDT lauk sérnámi í almennum skurðlækningum í Svíþjóð. Hann lagði stund á nám og þjálfun í stoðkerfisfræði (e. orthopaedic medicine) í London á vegum Cyriax Foundation á St. Andrew’s, St.Thomas’ og Cromwell’s spítölum á árunum 1986 – 1991 og lauk prófi í verklegri og skriflegri stoðkerfisfræði haustið 1989 á St.Thomas’ Hospital. Í kjölfarið varð hann aðstoðarkennari í stoðkerfisfræði á námskeiðum á St.Thomas’ Hospital 1990 og 1991. Jósep stóð fyrir árlegum námskeiðum í stoðkerfisfræði í Stykkishólmi 1992 – 2000 ásamt breskum kennurum frá Cyriax Foundation. Hann stofnaði svo, ásamt Luciu de Korte, sjúkraþjálfara, háls- og bakdeild Franciskuspítala 1992 og starfar sú deild enn.
Hefur haldið óteljandi fyrirlestra fyrir leikna sem lærða, bæði á Íslandi og erlendis.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skot í bakið

Verð
27400

<span class="fm-plan">&Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i er fjalla&eth; um bakverki, greiningu &thorn;eirra og me&eth;h&ouml;ndlun &iacute; lj&oacute;si reynslu aldanna og v&iacute;sindanna.</span>