Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Arðsemismat verkefna

- reiknilíkön í Excel
Verð 51.600 kr.

Þri. 13. og 20. apríl kl. 8:30 - 12:30

8 klst.

Þorbjörg Sæmundsdóttir, iðnaðarverkfræðingur frá HÍ og rekstrarstjóri hjá Activity Stream

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um arðsemismat og áhættugreiningu fjárfestingaverkefna. Fjallað verður um mælikvarða á arðsemi, núvirði, innri vexti, næmnigreiningu, áhættumat og samanburð á verkefnum.

Kennt verður með tölvuæfingum þar sem þátttakendur læra að setja upp og smíða reiknilíkön í Excel til að gera arðsemismat, næmnigreiningu, áhættumat og líkön af ársreikningi fyrirtækja.

Á námskeiðinu er fjallað um

• Smíði reiknilíkana í Excel.
• Mælikvarða á arðsemi.
• Samanburð mismunandi verkefna.
• Aðferðir til að meta áhættu sem kann að vera fólgin í verkefni.

Ávinningur þinn

• Aukin hæfni í smíði reiknilíkana í Excel.
• Skilningur á grunnatriðum í líkanasmíði.
• Að öðlast þekkingu á áhættugreiningu verkefna.
• Skilningur á mismunandi aðferðum við að meta arðsemi og áhættu.

Fyrir hverja

Alla sem hafa áhuga á eða vinna við að meta arðsemi verkefna og vilja bæta við sig þekkingu á sviðinu.

Aðrar upplýsingar

Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með eigin fartölvur með þráðlausu netkorti og Excel.

FLE einingar: 8 Reikningsskil- og fjármál

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Þorbjörg er með M.Sc próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands með áherslu á greiningar og stjórnun. Þorbjörg hefur víðtæka reynslu af greiningum, arðsemismati og árangursmælingum, m.a. úr íslenskum jarðvarmageira, matvælaframleiðslu og hátækniframleiðslu og starfar nú sem rekstrarstjóri hjá Activity Stream.

Arðsemismat verkefna

Verð
51600

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fjalla&eth; um ar&eth;semismat og &aacute;h&aelig;ttugreiningu fj&aacute;rfestingaverkefna. Fjalla&eth; ver&eth;ur um m&aelig;likvar&eth;a &aacute; ar&eth;semi, n&uacute;vir&eth;i, innri vexti, n&aelig;mnigreiningu, &aacute;h&aelig;ttumat og samanbur&eth; &aacute; verkefnum.</span>