Valmynd
Mán. 19. og mið. 21. apríl kl. 13:00 - 17:00
Ásgeir Gunnarsson, viðskipta- og tölvunarfræðingur og ráðgjafi hjá North Insights
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Námskeiðið er endurtekið á misserinu vegna mikillar eftirspurnar
Hvað er Power BI? Power BI er ný þjónusta frá Microsoft þar sem hægt er að sækja gögn frá mörgum mismunandi gagnalindum, greina þau og deila með öðrum. Á námskeiðinu er fjallað um hvað Power BI er ásamt því hvernig mælaborð eru byggð upp í Power BI Desktop.
Áhersla er lögð á vinnslu hagnýtra verkefna í gegnum allt námskeiðið og þátttakendur setja efni námskeiðsins í samhengi við þeirra daglegu störf.
Farið er í hvernig gögn eru tekin inn og hvernig þau eru sett fram á fjölbreyttan og stílhreinan máta. Einnig er skoðað hvernig hægt er að vinna með sameiginleg gögn og skoða þau á farsímum/spjaldtölvum.
Power BI kemur í tveimur útgáfum, ókeypis og greiddri útgáfu. Notast verður við ókeypis útgáfuna á námskeiðinu þannig að ekki er þörf á því að kaupa aðgang vegna þess.
Nánari upplýsingar um Power BI er að finna hér Power BI.
Uppsetningu gagna í Power BI Desktop
• Innlestur gagna á mismunandi formi
• Hreinsun gagna
• Vinnu með gögn
• Vensl og aðrar stillingar
Skýrslugerð í Power BI
• Töflur og gröf.
• Landakort.
• Tengsl á milli grafa/korta.
• Síur.
Mælaborð í Power BI
• Samsetningu á mælaborði.
• Hvernig bæta á við mælaborð.
Samvinna í Power BI
• Hvernig deila á greiningum og mælaborðum.
Power BI á farsímum/spjaldtölvum
• Hvernig hægt er að nota Power BI greiningar á spjaldtölvum/farsímum.
• Kynnast Power BI lausn Microsoft.
• Geta greint talsvert magn gagna hratt, tengt saman aðskilin gagnamengi og sett þau fram á skiljanlegan hátt.
• Nýta sjálfvirkni til að flýta fyrir endurteknum verkefnum.
• Skýrslugerð.
• Ná í og vinna með gögn sem annars er erfitt að sækja.
• Læra hvað er hægt að gera í Power BI og að hjálpa þér sjálf(ur).
• Sjá hvernig hægt er að nota mælaborð og greiningar á spjaldtölvum/farsímum.
• Setja þá möguleika sem Power BI hefur upp á að bjóða í samhengi við þín daglegu störf og verkefni.
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja kynnast Power BI sem lausn fyrir mælaborð og skýrslugerð auk þeirra sem vilja vera meira sjálfbjarga með gagnavinnslu og framsetningu. Gerð er krafa um að þátttakendur hafi unnið með gögn og gagnaframsetningu eða hafi brennandi áhuga á að byrja á því.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með eigin fartölvur og hafi sett upp Microsoft Power BI Desktop.
Upplýsingar um uppsetningu á Power BI er hægt að nálgast hér.
Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.
<span class="fm-bold">Námskeiðið er endurtekið á misserinu vegna mikillar eftirspurnar<br/></span><span class="fm-plan"><br/>Hvað er Power BI? Power BI er ný þjónusta frá Microsoft þar sem hægt er að sækja gögn frá mörgum mismunandi gagnalindum, greina þau og deila með öðrum. Á námskeiðinu er fjallað um hvað Power BI er ásamt því hvernig mælaborð eru byggð upp í Power BI Desktop.</span>