Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Erfið starfsmannamál

Verð 36.200 kr.

Mið. 21. apríl kl. 8:30 - 12:30

4 klst.

Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Hildur Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Erfið starfsmannamál geta tekið á hlutverk stjórnanda og er mikilvægt að þeir séu vel í stakk búnir til að mæta slíkum málum. Á þessu námskeiði verður fjallað um skilgreiningar á erfiðum starfsmannamálum, hvernig best er að taka á þeim og hvernig skal fyrirbyggja að slík mál komi upp.

Þátttakendum verður gefið svigrúm til að ræða saman um þetta viðfangsefni og þeir beðnir um að taka virkan þátt og vera tilbúnir til að deila reynslu sinni sem stjórnendur.

Á námskeiðinu er fjallað um

• Hvað falli undir erfið starfsmannamál.
• Hvað geri þessi mál erfið.
• Úrræði og leiðir.
• Hvernig megi þjálfa og nýta hæfni til að fyrirbyggja og leysa úr erfiðum málum.

Ávinningur þinn

• Aukin innsýn í leiðir fyrir stjórnendur til að taka á erfiðum starfsmannamálum.
• Betri þekking á því hvernig má fyrirbyggja erfið mál.
• Aukin hæfni í starfsmannastjórnun.

Fyrir hverja

Ætlað stjórnendum sem hafa reynslu af stjórnun starfsmanna.

Aðrar upplýsingar

Áhugavert viðtal við Guðrúnu Jóhönnu í Smartlandinu í janúar 2021 .

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir er MA í Human Resource Management frá University of Westminster. Guðrún starfar sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún hefur unnið sem ráðgjafi í mannauðsmálum og var starfsmannastjóri og sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands á árunum 2002 - 2015 en starfaði áður hjá Baugi sem verkefnisstjóri og sérfræðingur í mannauðsmálum.

Hildur Halldórsdóttir er með MA í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hildur hefur starfað í mannauðsmálum undanfarin ár, sem verkefnastjóri á starfsmannasviði Háskóla Íslands á árunum 2007-2016. Hún starfar nú sem mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands.

Erfið starfsmannamál

Verð
36200

<span class="fm-plan">Erfi&eth; starfsmannam&aacute;l geta teki&eth; &aacute; hlutverk stj&oacute;rnanda og er mikilv&aelig;gt a&eth; &thorn;eir s&eacute;u vel &iacute; stakk b&uacute;nir til a&eth; m&aelig;ta sl&iacute;kum m&aacute;lum. &Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i ver&eth;ur fjalla&eth; um skilgreiningar &aacute; erfi&eth;um starfsmannam&aacute;lum, hvernig best er a&eth; taka &aacute; &thorn;eim og hvernig skal fyrirbyggja a&eth; sl&iacute;k m&aacute;l komi upp.</span>