Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjarnámskeið

Textílsaga fyrir kennara

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 6. ágúst
Almennt verð 50.500 kr. 45.900 kr.
Nýtt

Mán.- fim. 16. -19. ágúst kl. 10:00 - 12:00 (4x)

8 klst.

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur, textílkona og textílforvörður.

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Textílar hafa fylgt mannkyninu frá upphafi. Á námskeiðinu verður farið yfir þróun textílhandverks og sögu á heimsvísu. Þá verður sjónum beint að íslenskum textíl í gegnum aldirnar, áhrifavöldum og stefnum. Þannig öðlast þátttakandi breiða yfirsýn yfir sögu og þróun textíls/textílstækni og getur nýtt sér þá þekkingu í kennslu.

Helstu gerðir og tækni textílvinnu verða kynnt til sögunnar. Skoðaður verður textíll um víða veröld frá upphafi til dagsins í dag og þróun hans í samhengi við samfélagsgerð. Einnig verður búsetumynstur skoðað, svo og straumar og stefnur í þróunarsögunni og allt þetta sett í sögulegt samhengi við þróun textíls. Sérstaklega verður fjallað um íslenska textíla frá landnámi fram til dagsins í dag. Markmiðið er að vekja áhuga þátttakenda á frekara grúski í faginu.

Á námskeiðinu er fjallað um

Efni og efnisgerð.
Tækni.
Fornleifafræði, mannfræði, félagsfræði og hegðun mannsins.
Textílforvörslu.
Listir og hönnun.
Pólitík.
Áhrif verslunar og samgangna.
Iðnað.
Trú.

Ávinningur þinn

Áttar þig á að textíll er upphaf og endir og allt þar á milli.
Öðlast þekkingu á hvernig verslun, samgöngur og ferðalög mannsins hafa haft áhrif og samhengið þar á milli.
Setur textílþróun í samhengi við þróun veraldarsögunnar.
Þekkir textíla frá ýmsum heimshornum og öðrum menningarheimum.
Tileinkar þér lykilhugtök; textíll, tapestry, refill, embroidery, þjóðveldisöld, miðaldir, endurreisn, iðnbylting, endurgerð textíla ofl.

Fyrir hverja

Kennara í textílmennt og aðra áhugasama kennara um textíl.

Nánar um kennara

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir er stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur, textílkona og textílforvörður. Hún er fyrrum safnstjóri byggðasafnsins Hvols á Dalvík.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Textílsaga fyrir kennara

Verð
50500

<span class="fm-plan">Text&iacute;lar hafa fylgt mannkyninu fr&aacute; upphafi. &Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fari&eth; yfir &thorn;r&oacute;un text&iacute;lhandverks og s&ouml;gu &aacute; heimsv&iacute;su. &THORN;&aacute; ver&eth;ur sj&oacute;num beint a&eth; &iacute;slenskum text&iacute;l &iacute; gegnum aldirnar, &aacute;hrifav&ouml;ldum og stefnum. &THORN;annig &ouml;&eth;last &thorn;&aacute;tttakandi brei&eth;a yfirs&yacute;n yfir s&ouml;gu og &thorn;r&oacute;un text&iacute;ls/text&iacute;lst&aelig;kni og getur n&yacute;tt s&eacute;r &thorn;&aacute; &thorn;ekkingu &iacute; kennslu.</span>