Valmynd
Fös. 16. apríl kl. 9:00 - 16:00
Katrín Magnúsdóttir, MA gráðu í umhverfis- og þróunarmannfræði. Guðrún Schmidt er með MA gráðu í menntun til sjálfbærni.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Á námskeiðinu læra þátttakendur að beita aðferðum menntunar til sjálfbærni (sjálfbærnimenntunar) til að takast á við málefni loftslagsbreytinga/loftslagshamfara og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna með nemendum.
Loftslagsbreytingar/loftslagshamfarir með afleiðingum á borð við hnignun lífbreytileika eru raunverulegar og aðkallandi ógnir sem heimurinn stendur frammi fyrir. Mikið er rætt um þessi mál í fjölmiðlum og víðar en lítið virðist ávinnast. Þetta getur valdið kvíða og vonleysi, ekki síst hjá yngra fólki sem finnst það vanmáttugt gagnvart þessari ógn.
Menntun til sjálfbærni (e. Education for sustainability) og umbreytandi nám (e. transformative learning ) eru kennsluaðferðir sem valdefla ungt fólk til áhrifa í umhverfismálum og styðja við getu þeirra til aðgerða. Þar með geta þessar aðferðir átt þátt í að minnka áhrif kvíða varðandi umhverfismál og framtíðina. Í aðalnámskrá er m.a. kveðið á um að nota menntun til sjálfbærni og er það áskorun fyrir marga kennara.
Markmið námskeiðsins er að þjálfa kennara í því að beita menntun til sjálfbærni og umbreytandi námi í kennslu um loftslagsbreytingar/loftslagshamfarir, hnignun lífbreytileika og önnur málefni tengd sjálfbærri þróun og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Auk þess að fá fræðslu um þessi málefni og tillögur að kennsluefni munu kennarar spreyta sig á verkefnum sem þeir geta nýtt í eigin kennslu.
• Sjálfbærni og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
• Menntun til sjálfbærni – kennsluaðferðir sem efla getu til aðgerða.
• Valdeflingu nemenda sem mótvægi við loftslagskvíða.
• Loftslagsbreytingar/loftslagshamfarir.
• Hnignun lífbreytileika.
• Loftslagsréttlæti og hnattræna vitund.
• Tenging við aðalnámskrá og verkefnatillögur.
• Nýjar kennsluaðferðir um sjálfbærni og loftslagsmál.
• Þátttökumiðaðar aðferðir sem stuðla að getu til aðgerða og þar með m.a. að mildun loftslags- og framtíðarkvíða.
• Verkfæri og verkefnatillögur fyrir kennsluna.
• Sjálfbær þróun, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og loftslagsmál á mannamáli.
Starfandi kennara, áhersla á kennara á unglingastigi grunnskóla og framhaldsskólakennara.
Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.
Guðrún Schmidt er með B.Sc. gráðu í búvísindum og MA gráðu í menntun til sjálfbærni. Auk þess er hún þjálfuð sem leiðbeinandi í „YOUth LEADing the world“ sem er alþjóðlegt verkefni sem eflir og virkjar ungt fólk í málefnum sjálfbærrar þróunar. Guðrún starfaði lengi hjá Landgræðslunni sem héraðsfulltrúi og í fræðslumálum en starfar núna sem sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein hjá Landvernd.
Katrín Magnúsdóttir er með B.Sc. gráðu í líffræði, MA gráðu í umhverfis- og þróunarmannfræði og kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla. Auk þess hefur hún tekið viðbótarnámskeið hérlendis og erlendis í kennslufræðum með sérstakri áherslu á sjálfbærnimenntun. Katrín starfar sem verkefnisstjóri Skóla á grænni grein (Grænfánaverkefnisins) hjá Landvernd og framhaldsskólakennari í Menntaskólanum við Sund.
<span class="fm-plan">Á námskeiðinu læra þátttakendur að beita aðferðum menntunar til sjálfbærni (sjálfbærnimenntunar) til að takast á við málefni loftslagsbreytinga/loftslagshamfara og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna með nemendum.</span>