Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjarnámskeið

Leikur og lítil börn

- stærðfræði í leikskóla
Verð 27.400 kr.

Mán. 26. apríl kl. 13:00 - 17:00

4 klst.

Þóra Rósa Geirsdóttir og Dóróþea Reimarsdóttir

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Á námskeiðinu verða stærðfræðigleraugun sett upp til að sjá stærðfræðina í hverju horni og hverju skrefi. Hvaða stærðfræði er að finna hér og hvaða stærðfræði þar. Skyldi hún vera alls staðar?

Stærðfræði er hluti dagslegs lífs og börn fara mjög snemma að tileinka sér undirstöðuþætti hennar, s.s. skynjun á fjölda, skynjun á mynstri og orðaforða sem henni tengist. Mikilvægt er að örva þennan þroska hjá börnum á leikskólaaldri og fylgjast markvisst með honum til að hægt sé að bregðast við sem fyrst víki barn frá eðlilegum þroska. Sjónum er beint að stærðfræðinni í daglegu starfi leikskólans auk þess sem skimunarefnið MIO verður stuttlega kynnt.
Á námskeiðinu skiptast á stuttir fyrirlestrar og vinna að hagnýtum verkefnum sem nýtast í starfi með börnunum.

Á námskeiðinu er fjallað um

• Stærðfræðina í daglegu starfi leikskólans.
• Orðaforða og hugtök tengd stærðfræði.
• Tölur, talningu og fjölda.
• Rúmfræði og mynstur.
• Rökhugsun og þrautalausnir.

Ávinningur þinn

• Aukin hæfni í að sjá tækifærin sem bjóðast til stærðfræðivinnu í daglegu starfi leikskólans og færni í að nýta þau til að vinna með stærðfræðina.
• Nýjar hugmyndir að stærðfræðivinnu með leikskólabörnum.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað skólastjórum, kennurum og leiðbeinendum á leikskólum.

Nánar um kennara

Þóra Rósa Geirsdóttir og Dóróþea Reimarsdóttir. Báðar eru með M.Ed. í sérkennslufræðum með áherslu á stærðfræði með ungum börnum, hafa réttindi sem leik- og grunnskólakennarar, hafa verið kennsluráðgjafar á leik- og grunnskólastigi og stýrt þróunarverkefnum í stærðfræði á báðum skólastigum. Báðar hafa þær áratuga reynslu af stærðfræðikennslu. Þær eru hluti af fyrirtækinu Gloppa sf. sem gefur út stærðfræðiskimunarefnið MIO sem er ætlað leikskólum.

Leikur og lítil börn

Verð
27400

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;a st&aelig;r&eth;fr&aelig;&eth;igleraugun sett upp til a&eth; sj&aacute; st&aelig;r&eth;fr&aelig;&eth;ina &iacute; hverju horni og hverju skrefi. Hva&eth;a st&aelig;r&eth;fr&aelig;&eth;i er a&eth; finna h&eacute;r og hva&eth;a st&aelig;r&eth;fr&aelig;&eth;i &thorn;ar. Skyldi h&uacute;n vera alls sta&eth;ar?</span>