Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Sálgæsla og áfallahjálp

- samfylgd í kjölfar áfalla
Verð 49.400 kr.
Aðeins 5 sæti laus

Þri. 11. maí kl. 8:30 - 12:00 og 13:00 - 17:30

8 klst.

Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Næsta námskeið verður 3. nóvember - Skráning HÉR

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni og innsæi á bæði sálræna þætti og tilvistarleg áhrif áfalla á líf skjólstæðinga og aðstandenda þeirra. Kynntar eru helstu leiðir sem hægt er að nota til að hjálpa þolendum áfalla og aðstandendum sem þurfa að vinna með þungbæra lífsreynslu.

Á námskeiðinu er fjallað um

• Mismunandi úrvinnslu áfalla út frá sálgæslu annars vegar og sálfræði hins vegar og hvernig þessi tvö svið geta unnið saman.
• Kenningar og fræðilegt samhengi milli áfalla og afleiðinga þeirra.
• Áhrif áfalla sem skjólstæðingar lenda í og hvernig sú reynsla getur haft áhrif á fagaðila.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Áhersla er lögð á hagnýta þjálfun á námskeiðinu og virk þátttaka nemenda er því nauðsynleg.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla þá sem áhuga hafa á málefninu og vilja nýta það í starfi.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Sálgæsla og áfallahjálp

Verð
49400

<span class="fm-plan">Markmi&eth; n&aacute;mskei&eth;sins er a&eth; &thorn;&aacute;tttakendur &ouml;&eth;list f&aelig;rni og inns&aelig;i &aacute; b&aelig;&eth;i s&aacute;lr&aelig;na &thorn;&aelig;tti og tilvistarleg &aacute;hrif &aacute;falla &aacute; l&iacute;f skj&oacute;lst&aelig;&eth;inga og a&eth;standenda &thorn;eirra. Kynntar eru helstu lei&eth;ir sem h&aelig;gt er a&eth; nota til a&eth; hj&aacute;lpa &thorn;olendum &aacute;falla og a&eth;standendum sem &thorn;urfa a&eth; vinna me&eth; &thorn;ungb&aelig;ra l&iacute;fsreynslu.</span>