Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Þekkirðu trén?

Verð 14.200 kr.
Aðeins 2 sæti laus
Nýtt

Mið. 19. maí kl.19:30 - 22:00

2.5 klst.

Örn Óskarsson, líffræðingur og framhaldsskólakennari

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á þessu námskeiði munu þátttakendur fá innsýn í heim skóg- og trjáræktar á Íslandi í máli og myndum. Um 120 ár eru síðan tilraunir með skógrækt hófust hérlendis og talsverð reynsla er komin á aðferðir við ræktun. Reynsla af trjárækt og tilraunum sýnir að hérlendis er mögulegt að rækta fjölbreytt úrval trjátegunda og jafnvel að hefja skógrækt líka því sem þekkist í nágrannalöndum.

Kynntar verða trjátegundir sem hafa reynst vel á Íslandi, ásamt umfjöllun um uppruna þessara tegunda og mögulegt notagildi skóga framtíðarinnar.
Námskeiðið verður á formi fyrirlesturs þar sem mikil áhersla verður á myndir, ásamt umræðum um viðfangsefnin.

Á námskeiðinu er fjallað um

• Helstu trjátegundir í skógrækt og garðrækt á Íslandi.
• Uppruna trjátegunda í skóg- og trjárækt á Íslandi.
• Notagildi mismunandi trjátegunda.
• Vöxt og þrif á Íslandi.

Ávinningur þinn

• Að kynnast helstu trjátegundum sem þrífast á Íslandi.
• Að kynnast uppbyggingu skóga.
• Að kynnast mögulegum nytjum af einstöku trjátegundum.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir áhugafólk um garðrækt og skógrækt. Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Örn Óskarsson er líffræðingur og fyrrverandi framhaldsskólakennari. Hann kenndi raungreinar (líffræði, skógfræði, jarðfræði og veðurfræði) við Fjölbrautaskóla Suðurlands og víðar í áratugi. Hann hefur unnið lengi við skógrækt og garðyrkju.
Örn hefur komið að uppbyggingu Hellisskógar við Selfoss síðastliðin 35 ár, bæði sem formaður Skógræktarfélags Selfoss og framkvæmdastjóri félagsins.

Þekkirðu trén?

Verð
14200

<span class="fm-plan">&Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i munu &thorn;a&#769;tttakendur fa&#769; innsy&#769;n i&#769; heim sko&#769;g- og trja&#769;r&aelig;ktar a&#769; I&#769;slandi i&#769; ma&#769;li og myndum. Um 120 a&#769;r eru si&#769;&eth;an tilraunir me&eth; sko&#769;gr&aelig;kt ho&#769;fust he&#769;rlendis og talsver&eth; reynsla er komin a&#769; a&eth;fer&eth;ir vi&eth; r&aelig;ktun. Reynsla af trja&#769;r&aelig;kt og tilraunum sy&#769;nir a&eth; he&#769;rlendis er mo&#776;gulegt a&eth; r&aelig;kta fjo&#776;lbreytt u&#769;rval trja&#769;tegunda og jafnvel a&eth; hefja sko&#769;gr&aelig;kt li&#769;ka &thorn;vi&#769; sem &thorn;ekkist i&#769; na&#769;grannalo&#776;ndum.</span>