Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Sértæk fælni

Verð 43.900 kr.
Aðeins 5 sæti laus

Fim. 6. maí kl. 9:00 - 16:00

7 klst.

Sigurbjörg J. Ludvigsdóttir sálfræðingur er einn stofnenda Kvíðameðferðarstöðvarinnar sem er meðferðarstöð þar sem boðið er upp á sérhæfða meðferð við kvíðaröskunum.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Vinnustofa í samstarfi við Félag um hugræna atferlismeðferð

Vinnustofan er hluti af námi í hugrænni atferlismeðferð.

Á þessu hagnýta námskeiði verður þátttakendum kennt að meðhöndla sértæka fælni með OST (e. One-Session Treatment). Ef unnt er að koma því við fá þátttakendur að fylgjast með meðhöndlun afmarkaðrar fælni.

Á námskeiðinu er fjallað um

Greiningu, kortlagningu og undirbúning skjólstæðinga fyrir meðferð við sértækri fælni
OST (e. One-Session Treatment) við fælni

Ávinningur þinn

Þú lærir að meðhöndla sértæka fælni með OST.

Fyrir hverja

Námskeiðið er hugsað fyrir sálfræðinga sem hafa hug á því að veita meðferð við sértækri fælni.

Nánar um kennara

Sigurbjörg J. Ludvigsdóttir sálfræðingur er einn stofnenda Kvíðameðferðarstöðvarinnar sem er meðferðarstöð þar sem boðið er upp á sérhæfða meðferð við kvíðaröskunum og hefur starfað þar síðan 2007. Sigurbjörg hefur veitt fjölda einstaklinga meðferð við margs konar tegundum sértækrar fælni með OST, þjálfað og handleitt aðra sálfræðinga og sálfræðinema til þess að veita slíka meðferð.
Sigurbjörg hlaut starfsréttindi sem sálfræðingur árið 2003 en hún lauk cand.psych frá Háskólanum í Bergen. Eftir nám starfaði hún við geðsvið LSH til ársins 2007 og hóf þá störf við uppbyggingu Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Sigurbjörg hlaut sérfræðiviðurkenningu sem sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna árið 2019.

Sértæk fælni

Verð
43900

<span class="fm-plan">Vinnustofan er hluti af n&aacute;mi &iacute; hugr&aelig;nni atferlisme&eth;fer&eth;.</span>