Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Lesið í skýin

Verð 14.200 kr.
Aðeins 1 sæti laust
Nýtt

Þri. 18. maí kl. 19:30 - 22:00

2.5 klst.

Örn Óskarsson, líffræðingur og framhaldsskólakennari

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á þessu námskeiði munu þátttakendur fá innsýn í skýjamyndun, flokkun skýja, helstu skýjagerðir og úrkomumyndun.

Námskeiðið er ætlað áhugafólki um veður og mun kennari leitast
við að hafa umfjöllun áhugaverða og skiljanlega. Námskeiðið verður á formi fyrirlesturs þar sem mikil áhersla verður á myndir og teikningar, ásamt umræðum um fyrirbærin. Veðrið á Íslandi er margbreytilegt og veðrabrigði ör. Ský á himni eru vísbending um ákveðið veður og oft hægt að nota þau til að spá fyrir um komandi
veður.

Á námskeiðinu er fjallað um

• Skýjamyndun. Hvernig myndast ský?
• Flokkun skýja. Miðað er við alþjóðlegt flokkunarkerfi skýja. Bæði íslensk og alþjóðleg skýjaheiti.
• Helstu skýjagerðir á Íslandi.
• Úrkomumyndun. Hvaða ský gefa úrkomu og hvaða aðstæður þurfa að skapast svo úrkomumyndun hefjist.

Ávinningur þinn

• Þú færð upplýsingar um helstu ástæður fyrir skýjamyndun.
• Þú færð upplýsingar um helstu skýjagerðir og flokkun skýja.
• Þú lærir að þekkja helstu skýjakerfi sem fylgja lægðum, hita- og kuldaskilum.
• Þú lærir að meta möguleika á úrkomumyndun í skýjum.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir áhugafólk um veður, ský og íslenska náttúru. Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Örn Óskarsson er líffræðingur og fyrrverandi framhaldsskólakennari. Auk líffræði tók Örn áfanga í veðurfræði, jarðfræði og landafræði við Háskóla Íslands. Hann kenndi raungreinar (líffræði, jarðfræði og veðurfræði) við Fjölbrautaskóla Suðurlands og víðar í áratugi.

Lesið í skýin

Verð
14200

<span class="fm-plan">A&#769; &thorn;essu na&#769;mskei&eth;i munu &thorn;a&#769;tttakendur fa&#769; innsy&#769;n i&#769; sk&yacute;jamyndun, flokkun sk&yacute;ja, helstu sk&yacute;jager&eth;ir og &uacute;rkomumyndun.</span>